276 íbúðir í nýrri götu í Garðabæ

Yfirlitsmynd yfir nýja götu, Eskiás í Ásahverfi í Garðabæ.
Yfirlitsmynd yfir nýja götu, Eskiás í Ásahverfi í Garðabæ. Teikning/Eskiás

Fyrsta skóflustunga var tekin að nýju byggingarverkefni í Garðabæ á föstudag. Við götuna, sem mun heita Eskiás, munu rísa 276 íbúðir á næstu fjórum árum. Áætlað er að fyrstu íbúðir fari í sölu snemma á næsta ári.

Eskiás 1-10 er ný gata á grónu svæði í Ásahverfinu í Garðabæ. Gatan er staðsett skammt frá skólum, leikskólum, íþróttasvæði og verslunarkjarna í miðbæ Garðabæjar. Gatan liggur fyrir ofan Sjálandshverfið og er því útsýni í átt til sjávar og yfir til borgarinnar.

Gert ráð fyrir tengingu við borgarlínu

Einnig er gert ráð fyrir því að ein af meginstöðvum borgarlínunnar til framtíðar verði skammt frá götunni, að því er segir í tilkynningu.

Við Eskiás verða byggð níu hús, með mismunandi fjölda íbúða í hverju húsi. Sérkenni íbúðanna er að allar íbúðir verða með sérinngangi. Húsin koma til með að mynda ferning utan um skjólgóðan inngarð og allar íbúðir með aðgengi eða glugga í átt að garðinum. Húsin munu verða á tveimur til þremur hæðum.

Örn V. Kjartansson, Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar og Magnús Magnússon …
Örn V. Kjartansson, Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar og Magnús Magnússon taka fyrstu skóflustunguna að Eskiási 1-10. Ljósmynd/Aðsend

Íbúðirnar verða fjölbreyttar, frá 70 fermetrum og upp í 135 fermetra. Geymslur verða inni í öllum íbúðum, sem minnkar verulega pláss sameignar sem venjulega þarf að greiða fyrir í fjölbýli. Eina sameign hússins er miðlæg hjóla- og vagnageymsla auk tæknirýmis.

Öll bílastæði við götuna verða ofanjarðar og sameiginleg með öllum húsunum. Gert verður sérstaklega ráð fyrir fjölda rafhleðslustæða og möguleikum á auka fjölda þeirra þegar þörf krefur.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu verkefnisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK