TIX fjárfestir í Dineout

Inga Tinna Sigurðardóttir.
Inga Tinna Sigurðardóttir. Ljósmynd/Aðsend

Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout, sem heldur úti hugbúnaðarlausnum fyrir veitingastaði og hótel, hefur tryggt sér fjármögnun frá miðasölufyrirtækinu Tix EU sem kemur inn sem hluthafi. 

Lausnir Dineout voru teknar upp á veitingastöðum á Spáni rúmum tveimur mánuðum fyrir heimsfaraldur. Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri Dineout, segir í tilkynningu að sú vegferð sé komin á fullt skrið á ný og að lausnir fyrirtækisins fari inn á hótel og við golfvelli á Spáni. Þá er innreið Dineout á norska markaðinn hafin og óperuhúsið í Stavanger er komið í samstarf við fyrirtækið. 

Tekjur Dineout hafa þrefaldast á undanförnu ári. Um 140 veitingastaðir á Íslandi hafa tekið upp lausnir Dineout. Í júní síðastliðnum voru lagðar inn um 73 þúsund bókanir í gegnum Dineout kerfið, en til samanburðar var fjöldinn tæplega 30 þúsund á mánuði í byrjun árs 2020. 

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK