Keypti Kirkjustræti 2 og hyggst endurnýja húsið

Víetnamskt-íslenskt fjölskyldufyrirtæki hefur keypt fasteignina við Kirkjustræti 2, sem áður hýsti starfsemi og gistiheimili Hjálpræðishersins í rúma öld.

Nýir eigendur segjast sjá tækifæri í jákvæðri þróun miðborgarinnar og þess vaxtar sem fram undan sé í ferðaþjónustu. Kaupandi hyggst endurnýja húsið í samræmi við nútímakröfur en halda bæði í upprunalegt útlit og skipulag hússins sem rúmar 53 gistiherbergi auk stuðningsrýma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjasölunni Suðurveri sem sá um söluna. Söluverðið er ekki gefið upp í tilkynningunni. 

Kirkjustræti 2 fyrir hækkun.
Kirkjustræti 2 fyrir hækkun. Ljósmynd/Aðsend

Þá segir, að gert sé ráð fyrir að efri hæðir Kirkjustrætis 2 hýsi áfram almennan gistirekstur en á jarðhæð verði móttaka og veitingasala ásamt því sem veislusalurinn verði notaður undir veitingastarfsemi, viðburði og þjónustu. Í kjallara er aðaleldhús auk stuðningsrýma.

Hyggst opna mathöll í húsnæði við Vesturgötu 2

Ennfremur segir, að kaupandinn reki jafnframt keðju víetnamskra veitingahúsa og matvörumarkaða auk þess sem hann muni á vormánuðum opna mathöll í húsnæðinu við Vesturgötu 2, sem áður hýsti Kaffi Reykjavík.

„Húsið sem er fyrsta stórvirki Einars Erlendssonar arkitekts í steinsteypu var reist árið 1916 og hækkað 1930, en það var sérhannað fyrir starfsemi og höfuðstöðvar Hjálpræðishersins. Húsið hefur jafnan verið talið bæði fallegt og vel byggt ásamt því að vera einn af hornsteinum og með þekktari kennileitum á þessu svæði miðborgarinnar,“ segir í tilkynningu. 

Þá kemur fram, að seljandi Kirkjustrætis sé Kastali fasteignafélag sem er í eigu sjóðs í rekstri sjóða GAMMA.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK