Fyrrum félag Björgólfs og Róberts eignalaust

Deil­ur á milli Björgólfs og Ró­berts spruttu upp í kring­um …
Deil­ur á milli Björgólfs og Ró­berts spruttu upp í kring­um fé­lagið á sínum tíma. Samsett mynd

Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur að fjárhæð tæplega fjórtán milljarða króna, úr þrotabúi félags sem áður var í eigu Róberts Wessmans og Björgólfs Thors Björgvinssonar. Tilkynnt var um þetta í Lögbirtingarblaðinu.

Skiptum lauk 8. mars og lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson var skiptastjóri. Félagið heitir Mainsee Holding ehf. og var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2018. 

Tveir kröfuhafar lýstu kröfum í búið. Annars vegar Björgólfur Thor Björgólfsson, en hann lýsti kröfum að fjárhæð 4,7 milljarða króna og hins vegar Glitnir HoldCo með kröfu að fjárhæð 9,1 milljarð króna.

Deilur í kringum félagið

Mainsee Holding ehf. var móðurfélag þýska fyrirtækisins Mainsee Pharma GmbH sem fjárfesti meðal annars í samheitalyfjarekstr. Félagið var stofnað árið 2007 af félögunum Salt Pharma II og Novator Pharma II.

Salt Pharma II var í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar en Novator Phamra II, í eigu Róberts Wessman.

Árið 2009 yfirtók Glitnir HoldCo félagið, en Glitnir HoldCo er félag sem stofnað var utan um eigur Glitnis banka.

Deil­ur á milli Björgólfs og Ró­berts spruttu upp í kring­um fé­lagið. Björgólf­ur sakaði Ró­bert um fjár­drátt og krafðist þess fyr­ir dómi að Ró­bert og Árni Harðar­son viðskipta­fé­lagi hans yrðu gert að greiða sér 2.000.000 evr­ur. Hæstirétt­ur sýknaði Ró­bert og Árna í því máli

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK