Festi auglýsir eftir forstjóra

Festi rekur meðal annars N1 og Krónuna.
Festi rekur meðal annars N1 og Krónuna. Árni Sæberg

Festi auglýsti um helgina eftir nýjum forstjóra félagsins, og er umsóknarfresturinn tvær vikur.

Í auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í dag kemur fram að forstjóri eigi meðal annars að búa yfir víðtækri reynslu af stjórnun og rekstri, stefnumótandi hugsun, drifkrafti, metnaði og getu til að byggja upp liðsheild, áhuga á umhverfinu, viðskiptum og íslensku samfélagi og lipurð og færni í mannlegum samskiptum.

Það er ekki algengt að skráð fyrirtæki hér á landi auglýsi eftir forstjórum. Guðjón Reynisson, stjórnarformaður Festis, sagði þó í samtali við ViðskiptaMoggann í byrjun júní – eftir að Eggert Þór Kristóferssyni, sem þá var forstjóri, hafði verið sagt upp störfum – að til stæði að auglýsa eftir nýjum forstjóra. Það tafðist aftur á móti þar sem boðað var til hluthafafundar um miðjan júlí þar sem ný stjórn var kjörin. Aðeins Guðjón og Margrét Guðmundsdóttir, sem þá hafði verið varaformaður stjórnar, héldu sætum sínum í stjórn.

Þrátt fyrir umtalsverðar breytingar á stjórn var Eggert Þór þó ekki endurráðinn heldur var Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festi, ráðinn forstjóri tímabundið eftir að Eggerti Þór var gert að láta af störfum um miðjan mánuð.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK