Tilkynnti brottrekstur í tísti

Musk tók við forstjórastólnum nýverið.
Musk tók við forstjórastólnum nýverið. Samsett mynd

Hrakfarir Twitter eftir að Elon Musk tók við stjórnartaumunum í kjölfar yfirtöku hans 27. október hafa vakið heimathygli, þ.á.m. brottrekstur hans á fjölda starfsmanna fyrirtækisins.

Musk greip svo til þess ráðs í dag, er hann svaraði gagnrýni starfsmanns fyrirtækisins til sex ára, að tilkynna að hann væri rekinn.

Framangreind gagnrýni beindist að fullyrðingu Musk um að appið „setti af stað fleiri en þúsund illa raðaðar bakkeyrslur bara til að búa til heimatímalínuna“.

Aðrir sem starfað hafa fyrir Twitter hafa einnig bent á að varla standi steinn yfir steini í þessari fullyrðingu forstjórans.

Fréttastofur vestanhafs hafa þó nú í kvöld fullyrt að svo virðist sem starfsmaðurinn, Eric Frohnhoefer, hafi ekki verið rekinn.

Í það minnsta sé hann enn virkur á innri vef og spjallborði fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK