Fyrsta BREEAM-vottaða hverfið

Tölvuunnin mynd af Orkureitnum eins og hann kemur til með …
Tölvuunnin mynd af Orkureitnum eins og hann kemur til með að líta út að loknum framkvæmdum. Þrívíddarmynd/Nordic Office of Architecture

Áætlað er að framkvæmdir hefjist strax eftir áramót á Orkureitnum í Reykjavík, á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Fyrsti áfanginn er uppbygging sjö hæða húss við Suðurlandsbraut vestan við lágbyggingu Orkuhúss. Alls verða byggðar samtals 436 íbúðir og 1.600m² verslunarhúsnæði.

Jón Rafnar Benjamínsson landslagsarkitekt.
Jón Rafnar Benjamínsson landslagsarkitekt.

Jón Rafnar Benjamínsson landslagsarkitekt hjá arkitektastofunni Nordic – Office of Architecture segir í samtali við Morgunblaðið að um sjötíu íbúða hús verði að ræða í fyrsta áfanga með verslunarrými á jarðhæð til móts við Suðurlandsbraut.

Blágrænar ofanvatnslausnir munu setja svip sinn á svæðið.
Blágrænar ofanvatnslausnir munu setja svip sinn á svæðið.

Stefnt að excellent

Eigandi Orkureitsins er byggingarfélagið SAFÍR en Nordic – Office of Architecture sér um hönnun bygginga og landslags. Öll hönnun og framkvæmd miðast við alþjóðlega umhverfisvottunarkerfið BREEAM að sögn Jóns Rafnars.

Lestu ítarlegri umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK