Keyptu þakíbúð á 416 milljónir króna

Þakíbúðin dýra verður í miðhúsinu fremst á myndinni.
Þakíbúðin dýra verður í miðhúsinu fremst á myndinni. Teikning/ONNO/Vesturvin.is

„Ásett verð á þessa íbúð var 416 milljónir og seldist hún fyrsta daginn. Þetta er dýrasta íbúðin í húsaþyrpingunni og ég fékk tilboð í hana fyrsta daginn, sem var samþykkt,“ segir Þröstur Þórhallsson, fasteignasali hjá Mikluborg, um þakíbúð í Vesturvin sem seldist 20. janúar síðastliðinn.

„Það er áhugavert að fyrsta íbúðin sem selst skuli vera stærsta og dýrasta íbúðin en kemur mér ekki á óvart enda frábær eign með stórkostlegu útsýni,“ segir Þröstur. Íbúðirnar eru á svonefndum Héðinsreit en þar er nú m.a. CenterHótel Grandi.

Tvö stæði og íbúð

Fátítt er að svo dýrar íbúðir seljist á Íslandi. Síðasta sumar greiddi félagið Dreisam 620 milljónir fyrir þakíbúð og tvö bílastæði í Austurhöfn en Jónas Hagan Guðmundsson er skráður eigandi þess. Það var sögð dýrasta íbúðin sem selst hefur á Íslandi. Þá seldist þakíbúð í Skuggahverfinu á 365 milljónir sumarið 2021.

Þröstur segir kaupendahópinn í Vesturvin vera fjölbreyttan. Þegar hafi selst 14 íbúðir á reitnum.

Eftirspurnin í Vesturvin rímar við frásagnir verktaka sem Morgunblaðið ræddi við. Mikil eftirspurn sé eftir dýrari íbúðum og greinilegt að margir séu í góðum efnum. Þá njóti eldri kaupendur þess að sérbýli hafi hækkað í verði en það auki kaupgetu.

Lesa má meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK