Gott ár að baki hjá Karolinska

Björn Zoëga.
Björn Zoëga. mbl.is/Árni Sæberg

Á síðasta ári var afgangur af rekstri Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi upp á um það bil 18 milljónir sænskra króna, jafnvirði rösklega 240 milljóna íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Kemur þetta fram í tilkynningu á vef Karolinska en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins frá 2019.

Í tilkynningunni kemur fram að tekjur sjúkrahússins drógust saman um nærri 300 milljónir sænskra króna á milli áranna 2021 og 2022 og munar þar mest um þau áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hafði á fjárhaginn, en árið 2021 var rekstrarafgangur sjúkrahússins 740 milljónir sænskra króna.

Skrifast góður rekstur árið 2022 einkum á vandaða kostnaðargát samhliða auknum umsvifum en sú læknisþjónusta sem sjúkrahúsið veitti á liðnu ári var 4,2% meiri en kveðið er á um í samningi Karolinska við Stokkhólmslén. Hefur Karolinska aldrei sinnt fleiri sjúklingum á einu ári, ef undan er skilið kórónuveiruárið 2020.

„Ég er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð hjá Karolinska, og mér þykir ánægjulegt að sú stefna sem sjúkrahúsið innleiddi árið 2019 hefur skilað sínu. Við erum jafnt og þétt að færa meira af ákvarðanatöku [innan sjúkrahússins] til þeirra sem eiga í beinum samskiptum við sjúklingana, og við höfum fækkað stjórnendum samhliða því að einfalda ferla,“ er haft eftir Birni í tilkynningunni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK