Nova hagnaðist um 539 milljónir króna

Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova. Ljósmynd/Gunnar Svanberg

Fjarskiptafélagið Nova hagnaðist um 539 milljónr króna á síðasta ári. Hagnaðurinn minnkar töluvert frá árinu á undan þegar hann var 1,5 milljarður króna.

Ástæða minni hagnaðar er að stórum hluta, samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningi félagsins, stóraukin vaxtagjöld.

Eignir Nova í lok tímabilsins námu tæpum tuttugu og þremur milljörðum króna og minnkuðu um sjö prósent milli ára. Þær voru 24,5 milljarðar í lok árs 2021.

Eigið fé félagsins er nú rúmir níu milljarðar króna en það var rúmir fimm milljarðar árið á undan.

Eiginfjárhlutfall Nova er 39,8%.

Heldur áfram að stækka

 Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova segir í tilkynningu að „stærsti skemmtistaður í heimi“ eins og félagið kallar sig, haldi áfram að stækka. „Viðskiptavinum okkar heldur áfram að fjölga og þjónustan okkar er að þróast með þeim. Það sést greinilega í rekstraruppgjörinu og við stefnum áfram á að stækka dansgólfið. Á sama tíma fjárfestum við áfram í virkum innviðum sem mun hjálpa okkur að halda áfram að bæta þjónustu, auka gæði og bjóða nýjungar til okkar viðskiptavina,“ segir í tilkynningunni.

Heildartekjur 12,6 milljarðar

Heildartekjur fyrirtækisins voru 12,6 milljarðar á árinu 2022 samanborið við 12,1 milljarð á fyrra ári. „Áfram er góður EBITDA vöxtur á milli ára og EBITDA hlutfallið hækkar á milli tímabila, þar sem jákvæð áhrif fjárfestinga í innviðum eru meðal annars farin að koma fram. EBITDA nam samtals 3.636 m.kr. samanborið við 3.200 m.kr. á fyrra ári og var EBITDA hlutfallið 28,8% og vex frá 26,5% á fyrra ári,“ segir m.a. í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK