Birta ráðin markaðsstjóri Arctic Adventures

Birta Ísólfsdóttir.
Birta Ísólfsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Birta Ísólfsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures en hún kemur frá stafrænu markaðs- og auglýsingastofunni KIWI þar sem hún starfaði sem markaðsráðgjafi.

Birta hefur þegar hafi störf hjá Arctic Adventures en hún er með próf í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og stundaði meistaranám við sama skóla. Hún hefur einnig starfað sem hönnuður og hönnunarstjóri hjá fyrirtækjum á borð við NTC og 66° Norður.

„Það er okkur mikill akkur í að fá Birtu til liðs við okkur hjá Arctic Adventures. Birta hefur mikla reynslu af stafrænu markaðsstarfi, en við erum stöðugt að horfa til þess að bæta stafræna upplifun viðskiptavina okkar og auðvelda þeim að skipuleggja ferðir sínar með okkur. Í þeirri vinnu skiptir skapandi hugsun öllu máli og þar liggja styrkleikar Birtu einnig og mun hún leika mikilvægt hlutverk í frekari uppbyggingu hjá Arctic Adventures,“ er haft eftir Renötu Blöndal, framkvæmdastjóra sölu, þjónustu og markaðsmála Arctic Adventures, í tilkynningu frá fyrirtækinu.   

„Arctic Adventures er öflugt fyrirtæki á sínu sviði og með starfsemi um landið allt. Ég finn strax að innan fyrirtækisins er mikill vilji til að sækja fram á öllum hliðum markaðssetningar ásamt því að styrkja okkur í stafrænni markaðssetningu. Tækifærin í ferðaþjónustu eru óteljandi og það er okkar að grípa þau,“ er haft eftir Birtu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK