Af þinginu og aftur í þorskinn

Erfiða stöðu sjávarútvegsins nú er ekki hægt að flokka sem ...
Erfiða stöðu sjávarútvegsins nú er ekki hægt að flokka sem hefðbundið kvart og kvein, segir Páll Jóhann. mbl.is/Sigurður Bogi

Eftir að hafa setið í rúm þrjú ár á Alþingi sem þingmaður Framsóknarflokksins ákvað Páll Jóhann Pálsson að fara aftur í sjávarútveginn.

„Pólitíkin var góð reynsla og ég gaf mig að henni meðal annars til að sjávarútvegurinn hefði sína rödd og talsmann á Alþingi. Á slíku var og er þörf. Þegar leið á síðasta kjörtímabil og kosningum var flýtt ákvað ég að láta gott heita,“ segir útgerðarmaðurinn Páll Jóhann sem er að nýju kominn í vinnufötin og kann því vel.

Og þegar Morgunblaðið var í Grindavík stóð okkar maður þar á kajanum og aðstoðaði við löndun og spúlaði plastkörin.

Sautján tonna Daðey

Páll Jóhann á og gerir út með eiginkonu sinni, Guðmundu Kristjánsdóttur, tvo báta, Daðey I og Daðey II. Það var í haust sem leið sem þau keyptu fyrrnefndu Daðeyna frá Siglufirði, rúmgóðan og traustan sautján tonna bát sem gerður er út á línu. Báturinn sem fyrir er, og er nú Daðey II, er falur, en selst ekki enn. Verður því gerður út á grásleppu nú á vorvertíðinni og svo á makríl.

Hefur Páll Jóhann síðustu daga verið að gera bátinn kláran á grásleppuna. Kaupin á Daðeynni nýju, þar sem Júlíus Hammer Sigurðsson er skipstjóri, afréð Páll þegar hann setti punktinn aftan við þingmannsferilinn.

„Þessi bátur er ögn stærri en sá gamli. Við erum að taka eitt hænuskref fram á við. Við hefðum þó varla farið út í þetta ævintýri hefði staðan sem sjávarútvegurinn er í nú sést fyrir. Á einu ári hefur fiskverð lækkað um 30 til 40% og þá aðallega vegna hærra gengis íslensku krónunnar.“

Ólafur Sigurðsson hampar þeim gula sem líka var í körunum ...
Ólafur Sigurðsson hampar þeim gula sem líka var í körunum sem eru í baksýn. mbl.is/Sigurður Bogi

Keilan er verðlaus

Páll Jóhann setur allan aflann af Daðey á markað og selur þar. Fyrir fiskinn fæst um þriðjungi minna en fyrir ári síðan, en þá hafði fiskverð staðið í stað í meira en ár. Síðan bætist við að ýmsar aukategundir sem áður gáfu talsvert hafa misst virði.

„Lengi var keilan mikið sett í skreið, en eftir að Nígeríumarkaður hrundi er sú tegund verðlaus. Langan sem áður gaf talsvert hefur fallið mikið í verði og svo bætist við að Rússlandsmarkaður er lokaður. Staðan er því mjög þröng.

Vandinn sem sjávarútvegurinn og raunar atvinnulífið allt stendur andspænis um þessar mundir eru alltof háir vextir og gengi krónunnar sem núna stendur í 118 krónum gagnvart evrunni. Með 150 krónum værum við í góðum málum. Og þessum erfiðleikum verða stjórnvöld að bregðast við. Staðan er alvarleg og ekki hægt að flokka þetta sem hefðbundið kvart og kvein.“

Suðurnesjamenn þurfa að berjast

Páll Jóhann segir árin þrjú á Alþingi hafi verið lærdómsríkan tíma. Sjálfur hafi hann, sem fyrr segir, kosið að beita sér í málum tengdum atvinnulífinu og landsbyggðinni og vissulega hafi nokkuð áorkast.

„Suðurnesjamenn þurfa að berjast af meiri krafti fyrir sínu, svo sem þegar sveitarstjórnarmenn tala við fulltrúa í fjárlaganefnd um framlög til mikilvægra mála. Samanburðartölur milli landshluta segja sitt; hvort sem það eru menntamál, menning, heilbrigðis- eða öldrunarþjónusta og svo framvegis. Suðurnesin eru allstaðar með lægstu framlögin miðað við höfðatölu og þarna þarf að stíga fastar fram.“

Daðeyin kemur drekkhlaðin að landi eftir góðan dag á miðunum. ...
Daðeyin kemur drekkhlaðin að landi eftir góðan dag á miðunum. Uppistaðan í aflanum var rígvænn þorskur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Aðstaðan sé jöfnuð

Á síðasta kjörtímabili sveitarstjórna var Páll Jóhann formaður hafnarstjórnar Grindarvíkur. Í þeim málum segir hann mikilvægt að gera ýmsar breytingar svo samkeppnisstaða hafna landsins sé jafnari. Í dag hafi Faxaflóahafnir yfirburðastöðu, enda bæði fiski- og út- og innflutningshöfn. Fyrir vikið bjóðist útgerðum hagstæðari kjör þar en annarsstaðar til dæmis ef frystum aflað úr togurum er landað og skipað út í sömu höfn.

„Ef þessu heldur áfram er ekki sjálfgefið að heimaskipin landi hér í Grindavík. Þessu verður ríkisvaldið að mæta með því að bæta stöðu Hafnarbótasjóðs, þannig að nægilegir peningar fáist til framkvæmda í þeim höfnum sem byggja afkomu sína á lönduðum afla.

Raunar þarf mjög víða að jafna aðstöðumun milli staða, hvort sem það er í atvinnulífi, fjarskiptum, samgöngum, velferðarþjónustu eða öðru. Verkefnin í pólitíkinni eru endalaus, en sjálfur ætla ég nú að helga mig óskiptur útgerðinni.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.6.19 291,77 kr/kg
Þorskur, slægður 21.6.19 342,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.6.19 352,85 kr/kg
Ýsa, slægð 21.6.19 239,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.6.19 90,98 kr/kg
Ufsi, slægður 21.6.19 102,78 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.19 0,00 kr/kg
Gullkarfi 21.6.19 195,84 kr/kg
Litli karfi 11.6.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.19 271,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.6.19 Víðir EA-423 Handfæri
Þorskur 799 kg
Ufsi 31 kg
Karfi / Gullkarfi 15 kg
Samtals 845 kg
24.6.19 Nípa NK-019 Handfæri
Þorskur 837 kg
Samtals 837 kg
24.6.19 Edda NS-113 Handfæri
Þorskur 769 kg
Samtals 769 kg
24.6.19 Bobby 5 ÍS-365 Sjóstöng
Þorskur 140 kg
Samtals 140 kg
24.6.19 Bobby 4 ÍS-364 Sjóstöng
Þorskur 85 kg
Samtals 85 kg

Skoða allar landanir »