Ætti að nægja til meiriháttar rannsóknar

Golþorskur kominn um borð. Mynd úr safni.
Golþorskur kominn um borð. Mynd úr safni. mbl.is/Alfons

Verðsamráð er á fiskmörkuðum á Íslandi. Verð á þorski hér á landi er helmingi lægra en fyrir minnsta þorskinn á fiskmarkaði í Grimsby í Bretlandi. Þetta segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Veltir hann þessu upp á Facebook-síðu sinni þar sem hann ber saman upplýsingar um fiskverð á Íslandi og í Grimsby.

97% fisks í Grimsby frá Íslandi

„Verðið á Íslandi er meira en helmingi lægra en fyrir minnsta þorskinn í Grimsby. Kannski er þetta munur á slægðum og óslægðum fiski, ég sé það ekki á gögnunum í Grimsby en þrátt fyrir það væri verðið á Íslandi mun lægra en í Grimsby. Það ber að athuga að dagurinn í dag er ekkert einsdæmi,“ skrifar Björn.

Með þessu lætur hann fylgja upplýsingar um að kílóverðið í Grimsby fyrir stærsta þorskinn sé á bilinu 2,7 til 3 pund, stórir/meðalstórir séu á verðbilinu 2,6 til 3 pund fyrir kílóið og meðalstórir séu á 2,4 pund.

„Langmest af þeim fiski sem er seldur þar kemur frá Íslandi. Hlutfallið í dag er um 97% fiskur frá Íslandi,“ skrifar Björn í framhaldinu.

Því næst bendir hann á að kílóið af óslægðum þorski hér á landi sé á 154,31 krónur samkvæmt Reiknistofu fiskmarkaða, eða sem nemur um 1,13 pundum.

Þorskur í neti. Mynd úr safni.
Þorskur í neti. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Skipti uppboðunum á milli sín

„Orsökin, er mér sagt, er að það er samráð á fiskmörkuðum á Íslandi. Þeir sem bjóði í fiskinn skipta uppboðunum á milli sín til þess að hirða til sín sem mestan gróða. Þeir sem eru með aðgang að nákvæmari gögnum (það þarf notendanafn til þess að sjá það) segja mér að það sé ekki lengur hægt að sjá hverjir séu að bjóða í fiskinn en miðað við hvert varan fer síðan þá sé það frekar augljóst,“ skrifar Björn.

„Miðað við þessi verð þá gæti í raun hver sem er keypt fiskinn á íslenskum markaði og sent hann til Grimsby (eða annarra fiskmarkaða) og grætt dágóða summu án þess að gera neitt annað. Það verður að segjast eins og er að lyktin af þessu er dálítið úldin og spurning hvort það verði eitthvað gert í þessu eða hvort það verði einhverjar afleiðingar?

Ásökunin er a.m.k. samráð og markaðsmisnotkun sem er búin að viðgangast í þó nokkurn tíma. Þessi gögn, mismunur á verði á íslenskum fiskmörkuðum og erlendum, ættu að vera nægileg til þess að meiriháttar rannsókn á ástæðum færi fram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.7.25 467,25 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.25 543,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.7.25 331,15 kr/kg
Ýsa, slægð 18.7.25 357,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.7.25 214,25 kr/kg
Ufsi, slægður 18.7.25 238,00 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 18.7.25 479,85 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 2.392 kg
Ýsa 1.846 kg
Skarkoli 1.835 kg
Steinbítur 560 kg
Skrápflúra 368 kg
Þykkvalúra 9 kg
Samtals 7.010 kg
19.7.25 Helgi SH 67 Grásleppunet
Grásleppa 678 kg
Samtals 678 kg
19.7.25 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 351 kg
Samtals 351 kg
19.7.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 167 kg
Samtals 167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.7.25 467,25 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.25 543,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.7.25 331,15 kr/kg
Ýsa, slægð 18.7.25 357,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.7.25 214,25 kr/kg
Ufsi, slægður 18.7.25 238,00 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 18.7.25 479,85 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 2.392 kg
Ýsa 1.846 kg
Skarkoli 1.835 kg
Steinbítur 560 kg
Skrápflúra 368 kg
Þykkvalúra 9 kg
Samtals 7.010 kg
19.7.25 Helgi SH 67 Grásleppunet
Grásleppa 678 kg
Samtals 678 kg
19.7.25 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 351 kg
Samtals 351 kg
19.7.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 167 kg
Samtals 167 kg

Skoða allar landanir »