Hæstiréttur vísar frá máli Brims gegn VSV

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands að vísa frá dómi máli Brims hf. Gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Brim krafðist ómerkingar stjórnarkjörs á aðalfundi og hluthafafundi VSV á árinu 2016.

Brim, sem á tæplega 33% hlut í Vinnslustöðinni, krafðist þess í fyrsta lagi að ómerkt yrði kjör Einars Þórs Sverrissonar; Guðmundar Arnar Gunnarssonar, Ingvars Eyfjörð; Írisar Róbertsdóttur og Rutar Haraldsdóttur í stjórn og kjör Eyjólfs Guðjónssonar og Guðmundu Bjarnadóttur í varastjórn, sem fram fór á hluthafafundi VSV 31. ágúst 2016.

Í öðru lagi að ómerkt  kjör Einars Þórs Sverrissonar; Guðmundar Arnar Gunnarssonar; Ingvars Eyfjörð; Írisar Róbertsdóttur og Rutar Haraldsdóttur í stjórn og kjör Eyjólfs Guðjónssonar og Guðmundu Bjarnadóttur í varastjórn, sem fram fór á aðalfundi stefnda þann 6. júlí 2016.

Í þriðja lagi að staðfest yrði með dómi að eftirtalin hefðu verið verið réttkjörin í stjórn félagsins á aðalfundi félagsins þann 6. júlí 2016 þau Guðmundur Kristjánsson, Ingvar Eyfjörð, Íris Róbertsdóttir og Rut Haraldsdóttir og í varastjórn Hjálmar Kristjánsson og Guðmunda Bjarnadóttir.

Í stjórnarkjöri á aðalfundinum urðu þeir Ingvar Eyfjörð og Guðmundur Kristjánsson jafnir atkvæðahæstir og fjórir einstaklingar fengið jafn mörg atkvæði um þau þrjú sæti er eftir stóðu. Atkvæðaseðill eins hluthafa skilaði sér ekki í kjörkassa og hefði það atkvæði ráðið úrslitum um stjórnarkjörið.

Fundarstjóri ákvað að endurtaka stjórnarkjörið og bókuð var ákvörðun fundarstjóra um að ógilda kosningu og endurtaka hana, sem var mótmælt af fulltrúa minnihluta hlutahafa. Er stjórnarkjörið var endurtekið náðu fulltrúar stefnanda, Guðmundur Kristjánsson og Hjálmar Kristjánsson, ekki kjöri í stjórn og varastjórn.

Vinnslustöðin birti dóminn á vefsíðu fyrirtækisins.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 17.1.18 281,29 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.18 310,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.18 326,02 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.18 296,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.18 94,42 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.18 123,26 kr/kg
Djúpkarfi 29.12.17 131,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.18 322,39 kr/kg
Litli karfi 14.12.17 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.18 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 2.400 kg
Samtals 2.400 kg
17.1.18 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 7.416 kg
Ýsa 2.855 kg
Langa 93 kg
Keila 34 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 10.405 kg
17.1.18 Særún EA-251 Lína
Þorskur 592 kg
Ýsa 400 kg
Steinbítur 45 kg
Lýsa 6 kg
Samtals 1.043 kg
17.1.18 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Þorskur 474 kg
Steinbítur 51 kg
Ýsa 48 kg
Skarkoli 42 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 8 kg
Skötuselur 4 kg
Lúða 4 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »