Endurskoði takmarkanir á veiðarfærum

Veiðar á pollinum við Akureyri. Mynd úr safni.
Veiðar á pollinum við Akureyri. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Kominn er tími til að endurskoða ákvæði sem heimila aðeins notkun línu og handfæra við veiðar smábáta, að undanskildum hrognkelsaveiðum. Þetta var niðurstaða aðalfundar smábátaeigendafélagsins Kletts, sem fram fór á Akureyri á laugardag.

Var tillaga um rýmri heimildir á veiðarfæratakmörkunum krókaaflamarksbáta mikið rædd og kostum hennar og göllum velt upp áður en niðurstaðan varð þessi, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.

Segir þar að tímabært hafi verið talið að rýmka umrædd ákvæði. Skoða eigi möguleikann á að heimila að einhverju leyti staðbundin veiðarfæri innan kerfisins, þ.e. net, hvort sem það yrði gert með sérveiðileyfum eða almennri breytingu á veiðikerfi krókaaflamarksbáta.

Slík ráðstöfun er meðal annars sögð myndu verða til að auka sveigjanleika og bæta afkomu smábátaútgerða til annarra veiða, t.d. með síldar-, skötusels-, grálúðu- og kolanetum.

Stjórn Kletts var endurkjörin á aðalfundinum en hana skipa þeir Þórður Birgisson, formaður, Andri Viðar Víglundsson, Einar Þorsteinn Pálsson, Jón Kristjánsson og Víðir Örn Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,17 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 154,91 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 1.116 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 1.159 kg
26.4.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 132 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Sandkoli 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 828 kg
26.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.279 kg
Þorskur 84 kg
Ufsi 23 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,17 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 154,91 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 1.116 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 1.159 kg
26.4.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 132 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Sandkoli 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 828 kg
26.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.279 kg
Þorskur 84 kg
Ufsi 23 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »