Kominn til að vera við Ísland

Þessi grjótkrabbi veiddist á Siglufirði í sumar.
Þessi grjótkrabbi veiddist á Siglufirði í sumar. mbl.is/Sigurður Ægisson

Grjótkrabbi er nú orðinn algengasta krabbategundin á mjúkum botni á grunnsævi við Suðvesturland, en þéttleiki tegundarinnar þar er ein sú mesta sem vitað er til.

Þetta sýna niðurstöður rannsókna sem Ó. Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, munu fjalla um á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands á morgun, miðvikudag.

Í erindinu verður fjallað um landnám grjótkrabba (Cancer irroratus) við Ísland frá því hann fannst fyrst hér við land og hvernig hann hefur breiðst út til dagsins í dag, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar.

Rannsóknir á útbreiðslu og þéttleika hafa farið fram bæði á fullorðnum einstaklingum sem og lirfum. Samhliða rannsóknum á grjótkrabba hafa fengist mikilvægar grunnupplýsingar um þéttleika tveggja algengustu krabbategundanna á grunnsævi við Ísland, þ.e. bogkrabba (Carcinus maenas) og trjónukrabba (Hyas araneus).

Tegundin þrífst vel við Ísland

Segir enn fremur að útbreiðsla hans hafi aukist mjög hratt og þekur samfelld útbreiðsla hans nú um 70% af strandlengjunni, frá Faxaflóa og norður í Eyjafjörð.

„Erfðafræðilegur breytileiki grjótkrabbans hefur nú bæði verið skoðaður innan hans náttúrulegu heimkynna í Norður-Ameríku og við Ísland, en þetta er í fyrsta skipti sem erfðafbreytileiki innan tegundarinnar hefur verið skoðaður. Niðurstöður rannsóknanna sýna fram á að erfðabreytileiki innan Íslands er svipaður og í Norður-Ameríku og hér eru engin merki um landnemaáhrif.

Landnám og útbreiðsla grjótkrabbans við Ísland hefur gengið hratt fyrir sig og virðist honum vegna vel hér. Hár erfðabreytileiki, skortur á landnemaáhrifum, hröð útbreiðsla og hár þéttleiki bæði lirfa og fullorðinna einstaklinga benda til að tegundin þrífist vel við Ísland og sé komin til að vera.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.23 494,96 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.23 546,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.23 402,69 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.23 310,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.23 237,88 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.23 319,22 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.3.23 213,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.23 323,80 kr/kg
Litli karfi 20.3.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.23 Geir ÞH-150 Dragnót
Steinbítur 2.444 kg
Skarkoli 1.043 kg
Þorskur 911 kg
Sandkoli 116 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 4.523 kg
20.3.23 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 1.542 kg
Ýsa 1.127 kg
Hlýri 112 kg
Steinbítur 41 kg
Karfi 28 kg
Samtals 2.850 kg
20.3.23 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Ýsa 963 kg
Þorskur 458 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 1.431 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.23 494,96 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.23 546,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.23 402,69 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.23 310,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.23 237,88 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.23 319,22 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.3.23 213,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.23 323,80 kr/kg
Litli karfi 20.3.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.23 Geir ÞH-150 Dragnót
Steinbítur 2.444 kg
Skarkoli 1.043 kg
Þorskur 911 kg
Sandkoli 116 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 4.523 kg
20.3.23 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 1.542 kg
Ýsa 1.127 kg
Hlýri 112 kg
Steinbítur 41 kg
Karfi 28 kg
Samtals 2.850 kg
20.3.23 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Ýsa 963 kg
Þorskur 458 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 1.431 kg

Skoða allar landanir »