Hætt kominn er báturinn sökk

Báturinn Nero, sem nú hvílir á hafsbotni.
Báturinn Nero, sem nú hvílir á hafsbotni. Ljósmynd/Aðsend

Sigurður Hjaltested var hætt kominn í gær þegar bátur hans sökk úti fyrir ströndum bæjarins Mehamn í norðurhluta Noregs í gærkvöldi. Sigurður hefur búið í Mehamn frá árinu 2015 og á norska konu.

 „Ég var nú ekki nema nokkur hundruð metra frá landi, en um það bil tvær og hálfa mílu frá höfn,“ segir Sigurður. Skyndilega kom stór alda aftan á bátinn. Svo þung var aldan að báturinn fór niður fyrir sjóraufarnar, sem eiga að hleypa  vatni út úr bátnum. Þar með var voðinn vís.

Sigurður hafði samband við  Kjartan Jóhannsson, félaga sinn, sem einnig er búsettur í Noregi og hann hringdi eftir aðstoð björgunarskips, sem kom á vettvang um tuttugu mínútum síðar. „Fimm mínútum eftir að ég hafði samband við Kjartan var báturinn á leiðinni niður,“ segir Sigurður, sem flaut ií sjónum í björgunarhring er björgunarbáturinn kom á vettvang.

Hann segir fínasta veður hafa verið í gær, en straumhart er á svæðinu við Kinnarodden, nyrsta odda meginlands Evrópu. „En veðrið er mjög svipað og hér heima þó það sé kannski aðeins meira frost, ef eitthvað er. Það kemur meira myrkur hérna á veturna, en á sumrin er sól 24 tíma sólarhringsins.“

Bátinn, sem nú hvílir á hafsbotni,  notaði Sigurður til veiða og hafði atvinnu af. Sigurður segir bátinn tryggðan og uppákoman ætti því ekki að hafa mikil áhrif á hann. „Þetta er ekkert flókið. Nú er það bara að leita sér að nýjum bát,“ segir hann, hvergi banginn.

google
google google
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.1.19 322,77 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.19 404,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.19 310,91 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.19 291,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.19 102,98 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.19 136,07 kr/kg
Djúpkarfi 16.1.19 253,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.19 320,89 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.19 100,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.19 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 3.153 kg
Ýsa 2.409 kg
Samtals 5.562 kg
16.1.19 Otur Ii ÍS-173 Landbeitt lína
Þorskur 3.899 kg
Ýsa 1.385 kg
Steinbítur 170 kg
Samtals 5.454 kg
16.1.19 Guðmundur Einarsson ÍS-155 Landbeitt lína
Ýsa 492 kg
Steinbítur 465 kg
Þorskur 162 kg
Samtals 1.119 kg
16.1.19 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 3.500 kg
Samtals 3.500 kg

Skoða allar landanir »