Aldrei veiðst betur í netarallinu

Um borð í Þorleifi EA, sem heldur nú til Grímseyjar.
Um borð í Þorleifi EA, sem heldur nú til Grímseyjar. Ljósmynd/Tryggvi Sveinsson

„Þetta er besta rall sem við höfum tekið,“ segir Gylfi Gunnarsson, skipstjóri á Þorleifi EA, en áhöfn bátsins sinnir nú árlegu netaralli fyrir Hafrannsóknastofnun úti fyrir Norðurlandi. Bætir hann við að veiðin sé töluvert mikið betri en í meðalári.

„Þó er þetta náttúrulega ekkert í líkingu við það sem sést fyrir sunnan.“

200 mílur náðu tali af Gylfa þar sem hann var staddur rétt fyrir utan Þórshöfn á Langanesi.

„Við erum að leggja af stað hérna frá Þórshöfn til Grímseyjar. Þar eigum við eftir síðustu lögnina,“ segir Gylfi. „Veðrið hefur svoleiðis leikið við okkur, enda þarf það að vera þegar maður er á allri þessari yfirferð, frá Steingrímsfirði og allt austur á Langanes.“

Þorleifur leggur netin. Veðrið hefur leikið við áhöfnina síðustu vikur.
Þorleifur leggur netin. Veðrið hefur leikið við áhöfnina síðustu vikur. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Drógu Manna til hafnar

Svo vel vildi til að Gylfi og hans áhöfn voru nærri þegar báturinn Manni ÞH tók að leka snemma morguns í gær. „Ég hélt fyrst að bát­ur­inn væri að fara niður og við vor­um komn­ir í gall­ana,“ sagði Sæmund­ur Ein­ars­son, út­gerðarmaður og eig­andi Manna, í sam­tali við mbl.is í gær.

Svo fór að Þorleifur dró Manna til hafnar, en Gylfi segir dælurnar í Manna hafa haft vel undan við að dæla sjó úr bátnum.

„Þetta gekk ágætlega fyrir sig og allt fór vel, úr því sem komið var.“

Prófa spendýrafælur eftir netarallið

Að loknu netarallinu hefst tilraunaverkefni um borð í Þorleifi, þar sem spendýrafælur verða prófaðar á netum bátsins, en fælurnar gefa frá sér hljóð sem spendýrin eiga að vilja forðast. Mun verkefnið fara fram í Húnafirði og taka viku, að sögn Tryggva Sveinssonar, rannsóknarmanns hjá Hafrannsóknastofnun, sem er með í för að venju.

„Þá munum við reyna að finna út hvort þessar fælur virka á sjávarspendýr, svo sem litla hvali, hnísur og höfrunga. Þá verðum við með fælur á fjórum trossum en fjórar trossur fælulausar.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.18 200,30 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.18 253,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.18 262,96 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.18 289,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.18 63,82 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.18 89,91 kr/kg
Djúpkarfi 19.3.18 50,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.18 83,68 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.3.18 225,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.18 Sædís IS-067 Grásleppunet
Grásleppa 969 kg
Þorskur 46 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.023 kg
22.4.18 Siggi Bjartar ÍS-050 Grásleppunet
Grásleppa 1.040 kg
Þorskur 82 kg
Skarkoli 13 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.141 kg
22.4.18 Stella EA-028 Grásleppunet
Grásleppa 971 kg
Samtals 971 kg
22.4.18 Háey Ii ÞH-275 Lína
Þorskur 6.057 kg
Ýsa 3.091 kg
Steinbítur 607 kg
Ufsi 39 kg
Hlýri 7 kg
Lýsa 6 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.813 kg

Skoða allar landanir »