Vel gengur á kolmunna við Færeyjar

Frá kolmunnaveiðum á Víkingi AK. Mynd úr safni.
Frá kolmunnaveiðum á Víkingi AK. Mynd úr safni. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

Veiðar á kolmunna syðst í færeyskri lögsögu hafa gengið vel undanfarið. Stærri skipin hafa oft náð fullfermi á 3-4 sólarhringum og þau sem eru með minni burðargetu hafa jafnvel fyllt sig á tveimur sólarhringum. Skipin hafa gjarnan togað í 12-16 tíma og fengið um 400-600 tonn.

Fregnir hafa borist af lóðningum á leið skipanna til og frá miðunum og gefur það vonir um að kolmunni gangi inn í íslenska lögsögu og verði hugsanlega veiðanlegur í Rósagarðinum suðaustur af landinu. Skilyrt er í reglugerð um kolmunnaveiðar í ár að 25% af aflanum séu veidd á alþjóðlegu hafsvæði eða í íslenskri lögsögu. Kolmunninn fer í bræðslu og hefur verið nóg að gera í fiskimjölsverksmiðjum frá Vopnafirði til Vestmannaeyja að undanförnu.

Búið er að veiða tæplega 70 þúsund tonn af kolmunna í ár samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu. Er þá eftir að veiða um 245 þúsund tonn af aflaheimildum í kolmunna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »