Segir sig úr stjórn HB Granda

Guðmund­ur keypti 34,1% eign­ar­hlut í HB Granda af Kristjáni Lofts­syni ...
Guðmund­ur keypti 34,1% eign­ar­hlut í HB Granda af Kristjáni Lofts­syni og Hall­dóri Teits­syni í apríl síðastliðnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur sagt sig úr stjórn HB Granda og ritaði undir skjal þess efnis fyrr í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgerðinni.

Eins og áður hefur verið greint frá ákvað stjórn félagsins að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, sem setið hafði í stóli forstjóra frá 2012, um starfslok hans í júnímánuði. Á sama fundi ákvað stjórnin að ráða Guðmund, sem þá var orðinn stjórnarformaður félagsins, sem forstjóra.

Í kjöl­farið skipti stjórn með sér verk­um á ný og var Magnús Gúst­afs­son kjör­inn nýr stjórn­ar­formaður, en búast má við að Guðmundur taki nú formlega við starfi forstjóra fyrirtækisins.

Guðmund­ur keypti 34,1% eign­ar­hlut í HB Granda af Kristjáni Lofts­syni og Hall­dóri Teits­syni í apríl síðastliðnum. Stofnaðist þá til yf­ir­töku­skyldu og gerði Guðmund­ur öðrum hlut­höf­um til­boð. Alls tóku 222 hluthafar til­boðinu, sem áttu sam­tals 54.880.508 hluti í HB Granda, og nem­ur eign­ar­hlut­ur Brims hf. og tengdra aðila því 37,96% í HB Granda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.18 228,73 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.18 261,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.18 343,21 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.18 194,97 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.18 64,35 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.18 89,09 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 23.7.18 110,39 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.7.18 230,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.18 Haddi Möggu BA-153 Handfæri
Þorskur 827 kg
Samtals 827 kg
23.7.18 Enok NK-017 Handfæri
Þorskur 515 kg
Samtals 515 kg
23.7.18 Ölver ÍS-085 Handfæri
Þorskur 778 kg
Ufsi 66 kg
Samtals 844 kg
23.7.18 Áfram NS-169 Handfæri
Þorskur 471 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 487 kg
23.7.18 Mardís SU-064 Handfæri
Þorskur 741 kg
Samtals 741 kg

Skoða allar landanir »