Erfiður rekstur rækjuvinnslunnar

Rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði verður lokað. Myndin er …
Rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði verður lokað. Myndin er úr safni. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Almennt er rekstur í rækjuvinnslu við Norður-Atlantshaf, bæði á Íslandi og í Noregi, búinn að vera erfiður í nokkur ár. Við fylgjumst með rekstri norsku verksmiðjanna og það er bara eins og hér, hagnaður er lítill og arðsemin alveg í lágmarki. Það sem hefur gert reksturinn erfiðan hér á landi undanfarin ár er m.a. gengisstyrkingin og launahækkanir,“ segir Óskar Garðarsson, framkvæmdastjóri rækjuvinnslunnar Dögunar á Sauðárkróki, spurður um stöðu og rekstur rækjuvinnslu á Íslandi í dag.

Lokanir verksmiðja fyrirséðar

Morgunblaðið greindi frá því í gær að FISK Seafood ehf. hefði ákveðið að loka rækjuvinnslu sinni í Grundarfirði vegna langvarandi tapreksturs. Óskar segir það hafa verið fyrirséð að einhver rækjuvinnsla hér á landi myndi leggja upp laupana. „Sérstaklega eftir að veiðin í Kanada tók dýfu og veiðin breyttist lítið hér við Ísland lá það í augum uppi að verksmiðjum myndi fækka. Viðvarandi hátt hráefnisverð á iðnaðarrækju hefur haft sín áhrif á arðsemi í landvinnslunni,“ segir Óskar.

Fimm rækjuverksmiðjur eru enn starfandi á landinu eftir lokun vinnslunnar í Grundarfirði. Voru verksmiðjurnar tugir talsins þegar best lét fyrir um tveimur áratugum, segir í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »