Eldislax líklega kominn í Vatnsdalsá

Dalsfoss í Vatnsdalsá. Myndin er úr safni.
Dalsfoss í Vatnsdalsá. Myndin er úr safni. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Talið er að eldislax hafi veiðst í Hnausastreng í Vatnsdalsá í gær. Laxinn sem veiddist var 70 sm hrygna og er staðarhaldari árinnar ekki í neinum vafa um að um eldislax sé að ræða. Ef það reynist rétt myndi það vera a.m.k. fjórði eldislaxinn sem veiðist í íslenskum ám í sumar.

Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að staðfest hefði verið eftir rannsókn Hafrannsóknastofnunar að þrír laxar sem veiddust í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi, Selá í Skjaldfannardal og Staðará í Steingrímsfirði hafi verið eldislaxar.

„Ég er búinn að starfa hér sem leiðsögumaður síðan 1993 og ég þekkti þetta alveg um leið. Hann er öðruvísi í laginu og þetta er greinilega eldisfiskur,“ segir Björn K. Rúnarsson, leigutaki og staðarhaldari, í Vatnsdalsá í samtali við mbl.is.

Björn segir ummerki á laxinum benda til þess að augljóslega sé um eldislax að ræða.

„Þessi fiskur er uggaskemmdur. Bakugginn er ónýtur, eyruggarnir eru skemmdir og sporðurinn snjáður. Snoppan er líka skemmd á honum. Ekki neitt illa en þetta er alveg greinilega eldislax,“ segir hann.

Hryðjuverk fyrir íslenska náttúru

Ekkert fiskeldi er nálægt Vatnsdalsá svo að ef um eldislax er að ræða hefur hann þurft að ferðast töluvert langa leið til að ná alla leið í Hnausastreng í Vatnsdalsá.

„Það er ekkert eldi hér nálægt, það er langt í næsta eldi á Vestfjörðum. Það er búið að segja okkur að eldisfiskurinn fari ekkert inn á þessi svæði en við vitum allir að það er bara kjaftæði. Hann ferðast víða, enda er hann með sporð,“ bætir Björn ósáttur við.

„Þetta er hættulegt fyrir íslenska náttúru, eiginlega bara hryðjuverk. Það er búið að sanna sig um allan heim að alls staðar þar sem fiskeldi er þá hrynja laxastofnar niður. Það hefur bara sýnt sig,“ segir Björn en telur að það sé lítið hægt að gera annað en að fylgjast með hvort að fleiri slíkar laxar veiðist í ánni.

„Það getur verið að þetta sé einn lax en við óttumst að það séu fleiri á ferðinni,“ bætir hann við.

„Fiskeldisfyrirtækin vilja meina að laxinn eigi ekki að ferðast svona langt frá stöðvunum sínum og þetta eigi ekki að geta gerst og að engin slys hafi átt sér stað en það er greinilegt að fiskur er að sleppa út,“ segir hann að lokum.

Björn telur ummerki á laxinum benda eindregið til þess að ...
Björn telur ummerki á laxinum benda eindregið til þess að um eldislax sé að ræða. Ljósmynd/Aðsend
Skemmdir á uggum benda til þess að laxinn komi úr ...
Skemmdir á uggum benda til þess að laxinn komi úr laxeldi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.2.19 290,18 kr/kg
Þorskur, slægður 20.2.19 355,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.2.19 282,47 kr/kg
Ýsa, slægð 20.2.19 278,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.2.19 88,32 kr/kg
Ufsi, slægður 20.2.19 155,27 kr/kg
Djúpkarfi 4.2.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 20.2.19 253,46 kr/kg
Litli karfi 13.2.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.2.19 134,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.2.19 Siggi Bjartar ÍS-050 Landbeitt lína
Þorskur 720 kg
Steinbítur 471 kg
Ýsa 328 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 1.533 kg
20.2.19 Onni HU-036 Dragnót
Steinbítur 21 kg
Samtals 21 kg
20.2.19 Víkingur AK-100 Flotvarpa
Kolmunni 2.595.211 kg
Samtals 2.595.211 kg
20.2.19 Haförn ÞH-026 Dragnót
Skarkoli 2.691 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 1.344 kg
Sandkoli 707 kg
Ýsa 32 kg
Samtals 6.727 kg

Skoða allar landanir »