Rekstrartekjur námu 18,5 milljörðum

Síldarvinnslan.
Síldarvinnslan. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Rekstrartekjur Síldarvinnslusamstæðunnar á árinu 2017 námu 18,5 milljörðum króna.

Greiddir og innheimtir skattar samstæðunnar ásamt opinberum gjöldum námu 4,5 milljörðum króna, veiðiheimildir hennar voru 18.200 tonn í þorskígildum og samstæðan greiddi 530 milljónir króna í veiðigjöld.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í útreikningum endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers á samfélagsspori Síldarvinnslusamstæðunnar.

Samfélagsspor er tiltekin aðferðafræði sem notuð er til að greina heildarframlag fyrirtækja til samfélagsins í formi skatta og opinberra gjalda, að því er kemur fram í tilkynningu.

Til Síldarvinnslusamstæðunnar töldust árið 2017, auk móðurfélagsins Bergur-Huginn ehf., Fóðurverksmiðjan Laxá hf., Runólfur Hallfreðsson ehf. og SVN eignafélag ehf.

Á meðal annarra niðurstaðna í skýrslunni er að meðaltal heildarlauna starfsmanna á árinu var 10,2 milljónir króna, staðgreiðsla af launum starfsmanna nam 1.176 milljónum króna og meðallaunakostnaður á hvert ársverk var 13,9 milljónir króna með launatengdum gjöldum.

Samstæðan greiddi 307 milljónir króna í tryggingagjald og framlög í lífeyrissjóði námu 402 milljónum króna.

Samstæðan greiddi 172 milljónir í kolefnisgjald, greiddar voru 186 milljónir í hafnargjöld og 84 milljónir í fasteignagjöld. Fjármagnstekjuskattur nam 267 milljónum króna.

Til viðbótar við samfélagssporið styrkti Síldarvinnslusamstæðan sérstaklega ýmis samfélagsverkefni um 70-80 milljónir á árinu 2017. Má þar nefna styrki til listastarfsemi og íþróttastarfsemi ásamt styrkjum til björgunarsveita og annarra félagasamtaka. Þá hefur Síldarvinnslan lagt mikla áherslu á styrkveitingar til heilbrigðismála.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.18 421,53 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.18 475,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.18 302,48 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.18 325,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.9.18 63,54 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.18 139,48 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 20.9.18 166,55 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.9.18 221,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.18 Guðmundur Einarsson ÍS-155 Landbeitt lína
Ýsa 1.400 kg
Þorskur 447 kg
Samtals 1.847 kg
20.9.18 Otur Ii ÍS-173 Landbeitt lína
Ýsa 2.147 kg
Þorskur 548 kg
Samtals 2.695 kg
20.9.18 Blíða SH-277 Gildra
Beitukóngur 2.034 kg
Samtals 2.034 kg
20.9.18 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Þorskur 2.278 kg
Skarkoli 472 kg
Ýsa 177 kg
Ufsi 100 kg
Lúða 9 kg
Steinbítur 8 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 2 kg
Samtals 3.046 kg

Skoða allar landanir »