Sighvatur GK kemur og fer

Kjartan Viðarsson útgerðarstjóri Vísis hf. tekur á móti endanum þegar ...
Kjartan Viðarsson útgerðarstjóri Vísis hf. tekur á móti endanum þegar Sighvatur GK kom heim frá Póllandi í sumar. Mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Það er áætlað að sá nýi haldi til veiða fljótlega eftir helgi,“ segir Kjartan Viðarsson, útgerðarstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf. í Grindavík, og á þar við Sighvat GK 57, nýtt línu­skip fyr­ir­tæk­is­ins.

 Sighvatur kom til Grindavíkur í júní sl. eftir endurbyggingu í Póllandi og fór fljótlega þaðan til Ísafjarðar þar sem settur var niður búnaður á millidekk. 

Aðgerðalína og mælar

„Sett var aðgerðarlína  í bátinn og svokallað skömmtunarkerfi sem einstaklingsmælir hvern fisk og sendir skammta niður í lest sem passa í hvert kar samhliða því að senda í land upplýsingar um stærðardreifingu á meðan á veiðum stendur. Þetta er útbúnaður sem settur er saman og hannaður af okkur hjá Vísi hf., Marel og Skaganum 3X,“ segir Kjartan.

Gamli Sighvatur GK 57 kemur úr síðasta róðri sínum í dag, fimmtudag, og þá verða veiðarfæri og annað dót fært á milli skipa. Hann mun síðan fara í sína síðustu siglingu suður til Evrópu eftir 40 ára þjónustu við Vísi hf. þar sem hann hefur borið að landi yfir 100 þúsund tonn.

Vísir með fimm línuskip

Vísir hf. verður með fimm stór línuskip í útgerð og tvo litla línubáta í krókaaflamarkskerfinu en Sævík GK 757 sem fyrirtækið keypti fyrr á árinu landaði úr sínum fyrsta róðri á Skagaströnd í fyrrakvöld. Fyrir á fyritækið Daðey GK 777.

Á Ísafirði í sumar en þar var búnaður settur niður ...
Á Ísafirði í sumar en þar var búnaður settur niður á millidekk Sighvats GK. mbl.is/Sigurður Bogi
Sighvatur GK, eldri báturinn, á siglingu.
Sighvatur GK, eldri báturinn, á siglingu. Mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Óli Gísla GK 112 nú Sævík GK 757, smíðaður í ...
Óli Gísla GK 112 nú Sævík GK 757, smíðaður í Reykjavík árið 2006. Mbl.is/Hafþór HreiðarssonMbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.18 422,57 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.18 475,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.18 298,78 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.18 322,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.9.18 63,90 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.18 139,48 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 20.9.18 166,88 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.9.18 221,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.18 Guðmundur Einarsson ÍS-155 Landbeitt lína
Ýsa 1.400 kg
Þorskur 447 kg
Samtals 1.847 kg
20.9.18 Otur Ii ÍS-173 Landbeitt lína
Ýsa 2.147 kg
Þorskur 548 kg
Samtals 2.695 kg
20.9.18 Blíða SH-277 Gildra
Beitukóngur 2.034 kg
Samtals 2.034 kg
20.9.18 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Þorskur 2.278 kg
Skarkoli 472 kg
Ýsa 177 kg
Ufsi 100 kg
Lúða 9 kg
Steinbítur 8 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 2 kg
Samtals 3.046 kg

Skoða allar landanir »