Flugvélin oft þarfasti þjónninn

Guðmundur Alfreðsson, viðhaldsstjóri Bergs- Hugins í Vestmannaeyjum, segist vera 5 …
Guðmundur Alfreðsson, viðhaldsstjóri Bergs- Hugins í Vestmannaeyjum, segist vera 5 mínútur að fljúga upp á Bakka. Ljósmynd/Síldarvinnslan

„Ég lærði að fljúga 1984 og síðan má segja að flugvélin hafi oft verið minn þarfasti þjónn,“ segir Guðmundur Alfreðsson, viðhaldsstjóri Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, dótturfélags Síldarvinnslunnar. Fyrirtækið gerir út togarana Vestmannaey VE og Bergey VE og í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar segir viðhaldsstjórinn að flugvélin komi oft að góðu gagni þegar hann þurfi að komast upp á land. 

Guðmundur er mikill áhugamaður um flug, hefur flugréttindi og á að baki um 1.600 flugtíma. Hann á hlut í fisvél og eins flýgur hann vél af gerðinni Piper Warrior. „Ég nota flugvélina töluvert í mínu starfi. Það tekur mig einungis um 5 mínútur að fljúga upp á Bakka og þar hef ég bíl sem ég get síðan farið á áfram. Eins flýg ég töluvert á Selfoss en það tekur mig um 20 mínútur,“ segir Guðmundur.

Síðastliðinn fimmtudag kom flugvélin í góðar þarfir. Vestmannaey var að landa í Eyjum og þá kom í ljós að síðuloki í skipinu var bilaður. Engan slíkan loka var að fá í Eyjum og hafði Guðmundur þá samband við fyrirtækið Set á Selfossi og kom strax í ljós að þar var til loki. Guðmundur samdi við starfsmann hjá Set um að hann yrði kominn með lokann út á Selfossflugvöll eftir 20 mínútur. Þvínæst settist hann upp í flugvélina og það stóð heima að flugvélin lenti á flugvellinum um líkt leyti og starfsmaðurinn kom þangað með lokann. Síðan var flogið rakleiðis til Eyja með lokann og hann settur í skipið.  

„Það tók einungis um klukkustund að útvega skipinu nýjan loka og vegna þess að unnt var að fljúga og sækja hann tafðist það ekkert frá veiðum. Þetta sýnir vel að það getur borgað sig að hafa flugvél við höndina í Vestmannaeyjum þegar upp koma tilvik sem þetta,“ segir Guðmundur í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »