Stærsta fiskveiðiskip heims í Kollafirði

Togarinn var eitt sinn skráður á Írlandi.
Togarinn var eitt sinn skráður á Írlandi. Ljósmynd/Parlevliet & Van der Plas

Stærsta fiskveiðiskip í heimi kom til Kollafjarðar í Færeyjum í morgun. Skipið, sem nefnist Annelies Ilena, er um 144 metra langt og 24 metra breitt og í eigu félagsins Parlevliet & Van der Plas.

Skipið rúmar átta þúsund tonn af afla en samkvæmt færeyska fréttavefnum JN.fo var búist við að um borð yrðu fjögur þúsund tonn af kolmunna þegar skipið kæmi inn til löndunar í Kollafirði.

Togarinn var eitt sinn skráður á Írlandi og á tímabili stóð hann undir þriðjungi af fiskveiðigetu landsins.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.12.18 323,76 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.18 378,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.18 292,33 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.18 266,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.18 123,57 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.18 140,02 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.18 287,29 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.12.18 192,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.12.18 Björn EA-220 Þorskfisknet
Þorskur 1.803 kg
Karfi / Gullkarfi 70 kg
Ufsi 63 kg
Samtals 1.936 kg
11.12.18 Onni HU-036 Dragnót
Þorskur 1.647 kg
Samtals 1.647 kg
11.12.18 Elli P SU-206 Lína
Þorskur 5.970 kg
Þorskur 875 kg
Ýsa 709 kg
Samtals 7.554 kg
11.12.18 Bíldsey SH-065 Lína
Ýsa 3.408 kg
Þorskur 36 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 3.448 kg

Skoða allar landanir »