Hafin slátrun á laxi úr Dýrafirði

Bernharður Guðmundsson frá Valþjófsdal sem stýrir sjókvíaeldi Arctic Fish í ...
Bernharður Guðmundsson frá Valþjófsdal sem stýrir sjókvíaeldi Arctic Fish í Dýrafirði undirbýr slátrun. Ljósmynd/Arctic Fish

„Þetta gekk framar vonum. Við erum mjög ánægðir með gæðin og stærðina á fiskinum. Hann er um 5 kíló slægður. Það er stærðin sem markaðurinn sækist eftir,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish, um fyrstu slátrun á laxi af fyrstu kynslóð hjá samstæðunni á Vestfjörðum.

Laxinn er alinn í sjókvíum við Gemlufall í Dýrafirði og slátrað í vinnslu Arnarlax á Bíldudal. Arctic Fish og áður forveri þess, Dýrfiskur, hafa alið regnbogasilung í nokkur ár og slátrað silungi frá árinu 2010. Arctic Fish ákvað að hætta eldi á regnbogasilungi og snúa sér alfarið að laxeldi og eru fyrstu afurðirnar nú á leið á markað.

Reiknað er með að slátrað verði vel á þriðja þúsund tonnum af laxi á árinu. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður að það fari aðeins eftir skilyrðum í umhverfinu hvað komi upp úr kvíunum en lætur vel af vaxtarskilyrðum. Segir að laxinn hafi dafnað vel í Dýrafirði. Sjórinn hafi til að mynda verið hlýrri í vetur en á síðasta vetri.

Arctic Fish hefur leyfi til að ala 4.200 tonn af laxi í Dýrafirði og er með stækkun leyfa í umhverfismatsferli, upp í burðarþolsmat fjarðarins sem er 10 þúsund tonn. Þegar búið verður að slátra úr staðsetningunni við Gemlufall tekur næsta kynslóð við, Eyrarhlíð. Þá stefnir fyrirtækið að því að setja út stór seiði í kvíar í Patreksfirði í vor og Tálknafirði síðar í sumar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.19 290,94 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.19 340,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.19 297,22 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.19 142,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.19 106,74 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.19 123,28 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 16.7.19 344,90 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.7.19 276,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Þorskur 364 kg
Hlýri 144 kg
Karfi / Gullkarfi 106 kg
Keila 74 kg
Steinbítur 25 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 725 kg
16.7.19 Brimill SU-010 Handfæri
Þorskur 836 kg
Ýsa 6 kg
Samtals 842 kg
16.7.19 Bobby 4 ÍS-364 Sjóstöng
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
16.7.19 Hólmi NS-056 Handfæri
Þorskur 698 kg
Samtals 698 kg

Skoða allar landanir »