Ekki tekið ákvörðun um áframhaldandi veiðar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ætlar ríkisstjórnin á ný að gefa út ný veiðileyfi og kvóta til veiða á langreyðum í lögsögu Íslands?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag og beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Inga benti á að árið 2018 hafi verið síðasta árið af fimm ára tímabili þar sem kvótar til veiða á langreyðum hefðu verið gefnir út af stjórnvöldum. „Ef halda á áfram veiðunum úr þessum hvalveiðistofni á komandi sumri verður ríkisstjórnin að gefa út ný veiðileyfi og kvóta vart seinna en nú í sumarbyrjun,“ sagði Inga.

Hún vitnaði í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða og sagði að þar væri niðurstaðan meðal annars sú að hvalveiðar skaði ekki íslenskt efnahagslíf. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín sagði að ljóst væri að flokkarnir í ríkisstjórn, VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi ólíka sýn á hvalveiðar og um þær sé ekki fjallað sérstaklega í stjórnarsáttmála.

Hún sagði að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands hefði verið gagnrýnd og þurfi að fara yfir hana og þær forsendur sem séu fyrir hendi hvað varði stofnstærð stofnanna, efnahagsleg áhrif og hvort talið sé að skýrslan sé fullnægjandi.

Og af því að þingmaður spyr hvort búið sé að taka þessa ákvörðun get ég sagt þingmanni að sú ákvörðun hefur ekki verið tekin, hún þarf að byggjast á þessum forsendum,“ sagði forsætisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,37 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 51.134 kg
Karfi 26.235 kg
Þorskur 18.388 kg
Ufsi 18.309 kg
Samtals 114.066 kg
24.4.24 Vigur SF 80 Lína
Steinbítur 483 kg
Þorskur 372 kg
Ufsi 83 kg
Samtals 938 kg
24.4.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 188 kg
Ýsa 130 kg
Steinbítur 112 kg
Keila 15 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 451 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,37 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 51.134 kg
Karfi 26.235 kg
Þorskur 18.388 kg
Ufsi 18.309 kg
Samtals 114.066 kg
24.4.24 Vigur SF 80 Lína
Steinbítur 483 kg
Þorskur 372 kg
Ufsi 83 kg
Samtals 938 kg
24.4.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 188 kg
Ýsa 130 kg
Steinbítur 112 kg
Keila 15 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 451 kg

Skoða allar landanir »