„Þetta er allt að koma“

Landað úr Vestmannaey í Vestmannaeyjum.
Landað úr Vestmannaey í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Guðmundur Alfreðsson

„Við höfum verið fyrir austan síðustu dagana, fyrst í Berufjarðarálnum og síðan í Hvalbakshallinu, og þar hefur verið mjög góð ýsuveiði. Þetta er stór og fallegur fiskur sem þarna fæst,“ segir Hilmar Stefánsson, skipstjóri á Vestmannaey VE.

Góður afli hefur að undanförnu verið hjá ísfisktogurunum Gullver NS, Vestmannaey VE og Bergey VE. Gullver landaði síðast fullfermi á Seyðisfirði 4. febrúar og var ýsa uppistaða aflans. Vestmannaey landaði fullfermi í Neskaupstað 3. febrúar og var aflinn mestmegnis ýsa. 

Í dag landar Vestmannaey í Vestmannaeyjum og er aflinn um 60 tonn, mest þorskur og ýsa. Bergey landaði fullfermi á Eskifirði 31. janúar og var aflinn að mestu ýsa. Aftur landaði Bergey fullfermi í Vestmannaeyjum 4. febrúar og enn og aftur var ýsa uppistaða aflans. Þá landaði skipið í Eyjum á ný 5. febrúar, aflinn var 40 tonn, mest ufsi og þorskur, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, en rætt var við Hilmar skipstjóra í gær.

„Hann spáir norðanáttum næstu daga eða fram á sunnudag og ég reikna með að eftir löndun verði veitt við Eyjarnar. Bergey var að fá fínan afla í fyrradag suður af Eyjum og það er farið að líða að vertíð, þetta er allt að koma – það er kominn tími á vertíðina og hún er ávallt tilhlökkunarefni.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.2.19 271,83 kr/kg
Þorskur, slægður 15.2.19 342,66 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.2.19 212,57 kr/kg
Ýsa, slægð 15.2.19 213,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.2.19 81,33 kr/kg
Ufsi, slægður 15.2.19 132,99 kr/kg
Djúpkarfi 4.2.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 15.2.19 190,11 kr/kg
Litli karfi 13.2.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.2.19 147,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.2.19 Klettur ÍS-808 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 3.043 kg
Samtals 3.043 kg
15.2.19 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Steinbítur 2.380 kg
Þorskur 2.104 kg
Ýsa 1.226 kg
Langa 26 kg
Skarkoli 19 kg
Hlýri 6 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 5.766 kg
15.2.19 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 6.697 kg
Ýsa 1.498 kg
Samtals 8.195 kg
15.2.19 Óli Á Stað GK-099 Lína
Þorskur 202 kg
Grálúða / Svarta spraka 67 kg
Keila 26 kg
Karfi / Gullkarfi 24 kg
Samtals 319 kg

Skoða allar landanir »