„Verður heljarinnar breyting“

mbl.is/Sigurður Bogi

Um tíu mánuðir eru liðnir síðan tekin var skóflustunga að nýju frystihúsi Samherja á Dalvík. Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu hjá Samherja, segir í samtali við 200 mílur að verkið hafi unnist ágætlega.

Við erum nokkurn veginn á áætlun. Einhverjar tafir urðu þó vegna veðurs í vetur en heilt yfir hefur þetta gengið vel,“ segir Gestur Geirsson. Verklok eru áætluð í lok þessa árs og mun vinnsla hefjast í húsinu í janúar á næsta ári, gangi allt að óskum.

„Þetta verður heljarinnar breyting fyrir starfsemina á Dalvík. Við erum núna með starfsemina í húsi sem að stofni til er gamalt sláturhús, margbætt, á mörgum hæðum, og allt of lítið fyrir það umfang sem starfsemin hefur um þessar stundir. Það verður því gríðarlegur munur fyrir starfsfólkið þegar allt verður komið á eitt gólf, allt á sömu hæðinni.“

Innlend tæknifyrirtæki

Í húsinu verður öll sú nýjasta tækni sem kostur er á að sögn Gests. Megnið af vinnslubúnaði í nýja húsið kemur frá Völku, svo sem snyrtilínur, skurðarvélar og afurðadreifing, en meðal annarra birgja eru Vélfag í Ólafsfirði með flökunarvélar, Skaginn 3X með búnað í móttöku og Marel með flokkara, framleiðsluhugbúnað og fleira.

„Að langmestu leyti eru þetta innlend tæknifyrirtæki, og það er mjög ánægjulegt að geta skipt við þau og styrkja þannig íslenska hugvitið. Stærsti birgirinn er Valka, sem við höfum átt mjög gott samstarf við,“ segir hann og bendir á að breytingum og endurnýjun frystihúss ÚA, dótturfélags Samherja, sé tiltölulega nýlokið á Akureyri.

„Þær hófust árið 2015 og þeim lauk svo í fyrra. Þar er í raun lagður grunnurinn að þeirri tækni sem við ætlum að nýta í frystihúsinu á Dalvík, og það höfum við gert að uppistöðu til í samstarfi við Völku. Þetta er hins vegar mun stærra, eða um helmingi meiri framkvæmd en þar var á ferðinni,“ segir Gestur.

Mikil endurnýjunarþörf

„Það verða margar nýjungar í húsinu og sumt sem aldrei hefur verið gert áður. Við erum að fara í þessa afurðaflokkun og beinskurð með röntgenvélum, eins og hefur verið í þróun. Svo erum við að hugsa um nýjungar í afurðaflokkun á fullunnum vörum, þar sem verða alveg nýir hlutir í gangi.“

mbl.is/Sigurður Bogi

Hann segir að mikil endurnýjunarþörf hafi skapast undanfarin ár. „Það er löngu kominn tími til að byggja nýtt hús á Dalvík. Það er langt síðan starfsemin sprengdi utan af sér og í raun er það þrekvirki hvað fólk hefur náð að gera góða hluti í svona gömlu húsi.“

Með nýja húsinu færist starfsemi Samherja einnig úr stað, eða niður á sjálft hafnarsvæðið. „Því fylgir bylting þar sem nú getum við landað beint af bryggjunni og inn í hús. Það munar töluvert um það, bæði hvað varðar gæði og einnig hagræði – að þurfa ekki að keyra allan aflann til og frá. Einnig hefur verið lagt upp með það að öllum þáttum í hverju rými fyrir sig væri hægt að stýra með tilliti til þess að hámarka gæði hráefnisins.“

Til hagsbóta fyrir samfélagið í heild

Í húsinu felst fimm milljarða fjárfesting þegar allt er talið; hús og tæki. Fram kom í ræðu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, við undirritun lóðaleigusamnings við bæjarfélagið í maí á síðasta ári, að með samningnum væri tekið stórt skref í átt að nýrri og fullkomnari vinnslu á Dalvík.

Dalvíkurbyggð hefði þá í nokkurn tíma unnið að hugmyndum að endurbótum á hafnarsvæðinu, meðal annars til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna og tengdri starfsemi. Með því að flytja starfsemi Samherja á hafnarsvæðið skapist möguleikar fyrir bæjarfélagið til að skipuleggja svæðið allt með öðrum hætti, til hagsbóta fyrir samfélagið í heild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »