„Hrottafengin pynting á dýri“

mbl.is/Styrmir Kári

Myndband sem hefur verið í dreifingu um Facebook af skipverjum sem skera sporðinn af hákarli og sleppa þannig sporðlausum lifandi í sjóinn er komið til meðferðar hjá Matvælastofnun. Það er sú stofnun sem sér um eftirlit með því að lögum um dýravernd á Íslandi.

„Þetta er hrottafengin pynting á dýri,“ segir Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir dýravelferðar hjá Matvælastofnun, í samtali við mbl.is.

„Ef þetta er ekki dýraníð, veit ég ekki hvað það er,“ segir Þóra. Hún segir að þetta líti út fyrir að vera „augljóst brot á lögum um velferð dýra.“ „Þetta er gert að mjög yfirlögðu ráði, það virðist vera vitneskja um að þetta muni draga dýrið til dauða og þeir virðast skemmta sér við að gera þetta,“ segir Þóra.

Myndbandið vekur óhug og sér þess merki í athugasemdum við það á samfélagsmiðlum. Það má sjá hér. 

Sektir geta verið háar

Þóra segir að málið sé komið í ferli hjá Matvælastofnun, sem hafi fengið tilkynningu frá lögreglu um málið. Fram fari í kjölfarið rannsókn á málinu og svo sé metið til hvaða aðgerða er gripið til að refsa gerendum.

Skipverjar á Bíldsey SH-65 gætu átt yfir höfði sér refsingu …
Skipverjar á Bíldsey SH-65 gætu átt yfir höfði sér refsingu fyrir athæfi sitt. Ljósmynd/Björgvin Baldursson

„Við höfum skýrt verklag í svona málum. Við höfum fyrst samband við aðila og upplýsum þá um rétt þeirra og leggjum fram spurningar. Svo metum við málið, hvort við beitum stjórnvaldssektum eða kærum málið til lögreglu,“ segir Þóra.

„Við rannsökum málið eins og hægt er áður en við tökum ákvörðun um hvort að stjórnvaldssekt sé beitt eða málinu vísað áfram til lögreglu.“

Matvælastofnun hefur heimild til þess að beita sektum upp á allt að milljón með tilliti til alvarleika brots, samstarfsvilja og ásetnings. Matvælastofnun hefur þegar upplýst Hafrannsóknastofnun um atvikið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »