Selja bát til Hjaltlandseyja

Cleopatra. Mynd úr safni.
Cleopatra. Mynd úr safni. Skjáskot/Cleopatra

Báta­smiðjan Trefjar hef­ur af­hent nýj­an Cleopatra-bát til Whalsay á Hjaltlandseyjum. Er bát­ur­inn af gerðinni Cleopatra-32 og mælist 9,6 brútt­ót­onn.

Kaup­andi báts­ins er Jimmy Hutchinson útgerðarmaður sem jafn­framt verður skip­stjóri, en bát­ur­inn er útbúinn til makrílveiða. Þegar eru hafn­ar veiðar á bátn­um.

Aðal­vél báts­ins er af gerðinni Doosan L086TIM tengd ZF 286IV gír. 

Rými er fyr­ir tólf 380 lítra kör í lest. Í vistarverum er, svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Whalsay allt árið.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.6.19 329,53 kr/kg
Þorskur, slægður 26.6.19 381,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.6.19 255,41 kr/kg
Ýsa, slægð 26.6.19 227,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.6.19 105,12 kr/kg
Ufsi, slægður 26.6.19 134,07 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.19 0,00 kr/kg
Gullkarfi 26.6.19 152,35 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.6.19 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.6.19 Hásteinn ÁR-008 Dragnót
Þykkvalúra / Sólkoli 15.217 kg
Samtals 15.217 kg
26.6.19 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Þorskur 8.077 kg
Karfi / Gullkarfi 302 kg
Ufsi 163 kg
Ýsa 73 kg
Samtals 8.615 kg
26.6.19 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 1.392 kg
Þorskur 38 kg
Samtals 1.430 kg
26.6.19 Bjartur Í Vík HU-011 Handfæri
Þorskur 653 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 672 kg

Skoða allar landanir »