Ef eitthvað klikkar þarf að bregðast strax við

Konráð Olavsson segir áhugaverðar nýjar lausnir í þróun sem miða …
Konráð Olavsson segir áhugaverðar nýjar lausnir í þróun sem miða að því að draga úr orkunotkun og bæta vatnsnýtingu í eldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gaman hefur verið að fylgjast með íslensku fiskeldi eflast og stækka. Lesendur eru örugglega margir nógu gamlir til að muna eftir alls kyns misheppnuðum tilraunum í greininni hér á landi, en núna virðast eldisfyrirtækin vera búin að yfirstíga helstu byrjunarörðugleika og ekki annað að sjá en að horfurnar séu góðar hjá öllum eldisstöðvum landsins. Þeir sem til þekkja segja að það sem hafi gert gæfumuninn sé bæði sú erlenda sérþekking sem greinin hefur getað nýtt sér, en líka þær framfarir sem orðið hafa í þeim tækjum og búnaði sem nota þarf við eldið.

Þar kemur Maris til sögunnar en fyrirtækið hefur sérhæft sig í vörum og þjónustu fyrir fiskeldi. „Það sem við stefnum að er að geta boðið heildarlausnir á einum stað. Hingað til hafa fyrirtæki í fiskeldisgeira þurft að stunda hálfgerðan bútasaum þegar kemur að því að byggja nýjar fiskeldisstöðvar en hjá okkur verður hægt að fá á eldisstöð á einu bretti,“ segir Konráð Olavsson, framkvæmdastjóri Maris, en fyrirtækið hefur ekki síst lagt áherslu á þjónustu við fiskeldi á landi.

Fiskeldi er fjarri því einfalt og má lítið út af bregða ef eldið á að ganga vel. Að sögn Konráðs hafa fyrirtækin í greininni áttað sig á mikilvægi þess að vanda til verka og velja gæðabúnað á öllum stigum. „Ef hlutirnir eru ekki gerðir vel frá byrjun, og þannig reynt að spara, þá reynist það oftar en ekki vera dýrasta leiðin á endanum,“ segir hann og bætir við að það mæði mikið á eldisbúnaðinum. „Og þegar eitthvað klikkar þarf að bregðast við með hraði. Getur það jafnvel bara verið spursmál um klukkutíma ef tæki virkar ekki sem skyldi, hvort stórtjón verður í eldinu. Þá skiptir öllu máli að hafa sérfræðinga og varahluti til taks, og gengur ekki að bíða eftir að hjálpin berist erlendis frá.“

Hann er ævintýri likastur, vöxturinn í íslensku fiskeldi. Aukningin er …
Hann er ævintýri likastur, vöxturinn í íslensku fiskeldi. Aukningin er hröðust í laxeldi en fiskeldi á landi sækir líka í sig veðrið. Mynd úr safni af flúrueldi Stolt Sea Farm. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjá allt í símanum

Á Sjávarútvegssýningunni 2019 mun Maris kynna nýjan hugbúnað sem stjórnendur og starfsmenn fiskeldisstöðva geta notað til að vakta eldið eins og það leggur sig. Eru allir mælar og skynjarar, dælur og fóðurkerfi, tengd við einn stýriskáp þar sem öflug tölva skráir og greinir gögnin, og stýrir búnaðinum.

„Nýi hugbúnaðurinn gerir allar þessar upplýsingar sýnilegar og geta stjórnendur fiskeldisstöðvarinnar haft gætur á starfseminni hvar sem þeir eru staddir, og geta t.d. notað snjallsímann sinn til að vakta ástandið. Ef eitthvað virðist vera í ólagi sendir hugbúnaðurinn viðvörun um leið og hjálpar til við að halda utan um viðhaldið,“ segir Konráð og bætir við að með þá góðu yfirsýn sem hugbúnaðurinn veiti opnist alls kyns möguleikar til að gera betur í eldinu:

„Með því að safna öllum gögnum í eitt stjórnborð verður auðveldara að leita leiða til að bæta reksturinn og t.d. koma auga á hvort hugsanlega sé hægt að nota minna rafmagn, vatn eða fóður en samt ná sem bestum og öruggum vexti í kerjunum. Þá bætir það rekstraröryggið til muna að vita strax af því ef alvarlegur vandi kemur upp í eldisbúnaðinum, og loks gerir það starf stjórnendanna mun þægilegra að geta hvar og hvenær sem er vitað hvernig ástandið er hverju sinni,“ útskýrir Konráð.

Ævintýralegur vöxtur

Spennandi tímar eru framundan í íslensku fiskeldi og framleiðslan eykst hratt. Þannig sýna nýjustu mælingar Hagstofunnar að útflutningsverðmæti eldisafurða í júlí 2019 var 168% meira en í sama mánuði árið á undan. Ef tekið er tillit til 12% veikingar krónunnar á tímabilinu er um að ræða ríflega tvöföldun í verðmætum. Mælt í magni var útflutningurinn í júní á þessu ári 1.520 tonn en 570 tonn á sama tíma 2018, og er það fyrst og fremst stóraukin framleiðsla á laxi sem skýrir þennan mikla vöxt. Konráð segir ekki mega gleyma hvað þessi mikla verðmætasköpun þýðir fyrir þjóðarbúið.

„Um er að ræða fáheyrt tækifæri fyrir þjóðina og jafnvel mögulegt að í framtíðinni verði meiri tekjur af útflutningi eldisfisks en af sölu þorskafurða,“ segir Konráð og bendir á að tæknin í kringum fiskeldið taki stöðugum framförum sem miða að því að lágmarka umhverfisáhrif og hámarka framleiðslugetu á sama tíma. „Við sjáum spennandi nýja tækni í þróun sem ætti að hjálpa fiskeldisstöðvum að gera rekstur sinn grænni. Sem dæmi um búnað sem gæti senn náð töluverðri útbreiðslu má nefna vindorkustöðvar sem draga úr rafmagnsþörf eldisstöðva og tæki sem hjálpa til að bæta vatnsstýringu. Í dag hafa íslensk fyrirtæki aðgang að ofgnótt af vatni og orku, en gott að huga tímanlega að þessari umhverfisvænu þróun, enda gæti svo farið að eftir því sem umsvif fiskeldisins aukast hér á landi fari vatn og orka að verða takmarkandi þáttur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 326 kg
Ýsa 66 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 439 kg
26.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.934 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 30 kg
Ufsi 20 kg
Steinbítur 5 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.178 kg
26.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 2.040 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.108 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 326 kg
Ýsa 66 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 439 kg
26.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.934 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 30 kg
Ufsi 20 kg
Steinbítur 5 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.178 kg
26.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 2.040 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.108 kg

Skoða allar landanir »