Atvinnutekjur í sjávarútvegi í takt við umsvif

Störfum í fiskvinnslu fækkaði um 3% milli áranna 2017 og …
Störfum í fiskvinnslu fækkaði um 3% milli áranna 2017 og 2018, en atvinnutekjur í vinnslu hækkuðu um 3% á sama tíma. mbl.is/Golli

Heildaratvinnutekjur í sjávarútvegi á Íslandi jukust um tæp 6% að raunvirði árið 2018 borið saman við 2017. Þar af jukust atvinnutekjur í fiskveiðum um tæp 8% en í fiskvinnslu um 3%, að því er fram kemur í greiningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Heildaratvinnutekjur á Íslandi námu 1.316 milljörðum króna á árinu 2018. „Það er aukning upp á rúm 5% að raunvirði frá árinu 2017 sem rímar vel við umsvifin í hagkerfinu á sama tíma.“

Í greiningunni segir að minni aukning í fiskvinnslu kunni að skýrast af fækkun starfsmanna í greininni, en þeim fækkaði um 3% milli áranna 2017 og 2018. Á sama tíma fjölgaði starfsmönnum í veiðum um 2%.

Ef tekin eru út áhrif breytinga í starfsmannafjölda kemur í ljós að atvinnutekjur hækkuðu meira í vinnslu en í veiðum, eða um tæp 7% á móti tæpum 6%. „Aukninguna í atvinnutekjum í sjávarútvegi má meðal annars rekja til sjómannaverkfallsins í ársbyrjun 2017, sem setti sitt mark á rekstur fyrirtækjanna og þar með atvinnutekjur í greininni,“ segir í greiningu SFS.

Þá jukust atvinnutekjur af fiskeldi um rúm 7% að raunvirði milli ára sem var lítillega umfram fjölgun starfsmanna í greininni á sama tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »