Rússar á fleygiferð í sjávarútvegi

Norebo er að láta smíða tíu frystiskip og er það …
Norebo er að láta smíða tíu frystiskip og er það fjárfesting upp á 85 milljarða íslenskra króna. Teikning/Norebo

Miklar breytingar á fiskveiðistjórnun í Rússlandi og kvótakerfi hafa ýtt breytingum af stað. Annað framfaraskref tengist nýrri löggjöf sem felur meðal annars í sér hvatningu til fjárfestinga. Í kjölfarið verða skip og fiskiðjuver öflugri og hagkvæmari. Þróunin hefur verið hröð og á ýmsum stöðum koma Íslendingar við sögu.

„Rússneskur sjávarútvegur á fleygiferð“, var heiti á erindi Kristjáns Hjaltasonar á markaðsdegi Iceland Seafood í gær. Þar fjallaði hann m.a. um þessa þróun, en Kristján er sölustjóri rússneska fyrirtækisins Norebo á meginlandi Evrópu. Hann heyrir undir Evrópudeild fyrirtækisins, sem stjórnað er frá Englandi. Þar er Skagamaðurinn Sturlaugur Haraldsson í forsvari og er Bandaríkjamarkaður einnig á hans könnu. Þriðji Íslendingurinn hjá sölufyrirtæki Norebo í Evrópu er Andri Geir Alexandersson.

Kristján Hjaltason.
Kristján Hjaltason.

Íslenski skólinn

Kristján og Sturlaugur réðust til Norebo fyrir um áratug, en fyrirtækið hét þá Ocean Trawlers og var stofnað 1997, en nafni þess var breytt fyrir þremur árum. Hjá fyrirtækinu var þá Magnús Gústafsson, sem leiddi markaðsstarf fyrirtækisins í Bandaríkjunum, en hafði m.a. áður stýrt Coldwater Seafood í Bandaríkjunum. Kristján starfaði m.a. áður sem sjálfstæður ráðgjafi og sem sjávarútvegssérfræðingur hjá Glitni og í 20 ár hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (Icelandic Group) í Þýskalandi, Frakklandi og Íslandi. Kristján hefur aðsetur í Berlín, en fer reglulega til Bretlands og á verksviði hans er sala á frystum flökum á meginlandi Evrópu og í fyrra bættist rækja við.

Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Kristján að árangur Íslendinga í veiðum, vinnslu, tækni og markaðsmálum sé þekktur víða um heim. Meðal annars sé horft til íslenska skólans við þróun sjávarútvegs í Rússlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »