Tengsl Samherja og Síldarvinnslunnar til umræðu

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, var einn frummælendanna og sagði …
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, var einn frummælendanna og sagði hann það vera gerður mörgum greiði ef eignarhald Síldarvinnslunar væri skýrt betur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um gagnsæi í sjávarútvegi í Sjóminjasafninu í dag urðu orðaskipti um það hvort Síldarvinnslan og Samherji væru tengdir aðilar og þannig með aflaheimildir umfram lögbundið hámark.

„Fyrirtæki sem ég stýri hefur komið til umræðu hvað varðar kvótaþak. Eignarhald þess og stjórnun hefur verið skoðað oftar en einu sinni af opinberum aðilum og ávallt komið sama niðurstaðan. Enda er enginn einn aðili með yfirráð yfir því félagi. Í fimm manna stjórn er stærsti hluthafi með einn stjórnarmann,“ sagði Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, í ræðu sinni.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftirlitið takmarkað

Vék Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, í ræðu sinni einnig að eignarhaldi Síldarvinnslunnar. Sagði hann það rétt að tengsl fyrirtækjanna tveggja hafi verið margskoðað. „En í Samherjaskjölunum sem Wikileaks birti í fyrra kom fram að fyrrverandi forstjóri Síldarvinnslunnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja höfðu verið að kynna Síldarvinnsluna sem uppsjávarhluta Samherja á fundum erlendis á árunum 2011 og 2012.“

Þá væri ljóst að talsverðar brotalamir væri í eftirliti með tengdum aðilum, að sögn Þórðar. „Úttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu sem skilað var fyrir rúmu ári síðan sýndi að eftirlit með því hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum tengdra aðila sé samkvæmt lögum er í molum.“

Fjöldi fundargesta sátu fundinn í dag.
Fjöldi fundargesta sátu fundinn í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Benti hann á að ef Síldarvinnslan og Samherji væru skilgreindir sem tengdir aðilar væri samanlögð aflahlutdeild fyrirtækjanna yfir 16%. „Sem er langt yfir lögbundnu hámarki. […] Það væri mörgum mikill greiði gerður ef þetta yrði skýrt almennilega.“

Sammála um aukna upplýsingagjöf, að hluta til

Einnig var rætt hver kostur þess kunni að vera ef fyrirtæki í sjávarútvegi væru með sambærilega upplýsingaskyldu og fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Sagði Gunnþór mikilvægt að ræða hvaða þætti upplýsingaskyldunnar fyrirtæki í greininni ættu að tileinka sér og nefndi meðal annars birtingu uppgjörs ársfjórðungslega, lista yfir 20 stærstu hluthafa, lista yfir tengda aðila, upplýsingar um góða stjórnunarhætti og ófjárhagslegar upplýsingar.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri ÍSlandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri ÍSlandsbanka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, kvaðst telja að dreifðara eignarhald útgerðarfyrirtækja til þess fallið að skapa grundvöll fyrir auknu gagnsæi og þannig væru fleiri hagsmunaðilar. Ein leið til þess að ná því markmiði væri að skrá fleiri útgerðarfélög á hlutabréfamarkað.

Hún sagði eitt af þeim vandamálum sem sjávarútvegurinn virðist glíma við er að hann er feiminn við að segja frá því sem vel er gert innan greinarinnar vegna þess hve neikvæð viðbrögðin eru.

Þórður var sammála því að slík upplýsingaskylda væri að hinu góða en sagðist telja að ítarlegri kröfur ætti að gera til útgerðarfélaga þar sem um væri að ræða fyrirtæki sem nýta náttúruauðlindir í sameiginlegri eigu þjóðar.

„Í opinberum reikningum útgerðarfyrirtækja ætti að koma fram hvernig útflutningi er háttað, hversu stórt hluti afla er fluttur úr landi óunninn og hversu stórum hluta fyrirtæki selja sölufélögum sem þau eiga sjálf,“ sagði Þórður

Bætti hann við að einnig ætti í opinberum reikningum útgerðarfyrirtækjanna að „vera gerð skilmerkilega gera grein fyrir allri starfsemi samstæðunnar þannig að ekki sé nokkur vafi um það hver raunveruleg framkvæmdastjórn hverrar einingar sé og þar afleiðandi skattskylda viðkomandi samstæðu. Það ætti líka að vera gert grein fyrir hvar í virðiskeðjunni hagnaðurinn er tekinn út, hvort sem það er á Íslandi eða í öðrum löndum. Hvert er skattspor hvers fyrirtækis í hverju landi fyrir sig.“

Háð takmörkunum

Hafði Gunnþór lýst því í ræðu sinni að upplýsingagjöf og gagnsæi yrði alltaf einhverjum takmörkunum háð vegna viðskiptahagsmuna fyrirtækja sem eru í samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. Sagði hann hins vegar vissulega tilefni til þess að skoða hvort hægt yrði að gera til að mynda upplýsingar frá Verðlagsstofu aðgengilegri.

Benti hann hins vegar á að  gríðarlegt magn af upplýsingum eru þegar aðgengilegar og vísaði meðal annars til þess að upplýsingar um löndun, vigtun, viðskipti með kvóta, eigendur aflaheimilda og útgefin leyfi séu að finna á netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.20 281,78 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.20 344,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.20 292,91 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.20 307,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.20 97,98 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.20 124,53 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.20 213,87 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 10.327 kg
Ýsa 1.620 kg
Samtals 11.947 kg
28.3.20 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 974 kg
Samtals 974 kg
28.3.20 Sæljón NS-019 Grásleppunet
Grásleppa 1.071 kg
Þorskur 87 kg
Rauðmagi 19 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 1.195 kg
28.3.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.168 kg
Samtals 1.168 kg
28.3.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 1.226 kg
Samtals 1.226 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.20 281,78 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.20 344,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.20 292,91 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.20 307,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.20 97,98 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.20 124,53 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.20 213,87 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 10.327 kg
Ýsa 1.620 kg
Samtals 11.947 kg
28.3.20 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 974 kg
Samtals 974 kg
28.3.20 Sæljón NS-019 Grásleppunet
Grásleppa 1.071 kg
Þorskur 87 kg
Rauðmagi 19 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 1.195 kg
28.3.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.168 kg
Samtals 1.168 kg
28.3.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 1.226 kg
Samtals 1.226 kg

Skoða allar landanir »