Aflaverðmæti Smáeyjar 12 milljarðar á 13 árum

Smáey VE, áður Vestmannaey VE, og Bergey VE í höfninni …
Smáey VE, áður Vestmannaey VE, og Bergey VE í höfninni í Vestmannaeyjum. Smáey verður afhent Þorbirni hf. í Grindavík í maí. Ljósmynd/Guðmundur Alfreðsson

Smáey VE hefur landað að meðaltali 3.600 tonnum á ári en mest árið 2019 þegar landað var 5.200 tonnum. Heildarafli skipsins á þeim þrettán árum sem Bergur-Huginn hefur gert það út nemur 47.000 tonnum og er heildarverðmæti þess afla um 12 milljarðar króna, að því er fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Smáey, sem áður bar nafnið Vestmannaey, hefur verið seld Þorbirni hf. í Grindavík og verður skipið afhent nýjum eiganda í byrjun maímánaðar,  En skipið hefur verið í eigu Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum og leigt af Útgerðarfélagi Akureyringa, dótturfélagi Samherja hf.

Um er að ræða ísfisktogara sem smíðaður var í Gdynia í Póllandi fyrir Berg-Hugin árið 2007. Skipið er 485 brúttótonn, 28,9 metra langt og 10,39 metra breitt með 699 hestafla Yanmar-vél.

Afburðatraust skip

Haft er eftir Birgi Þór Sverrissyni, sem var skipstjóri á Smáey (þá Vestmannaey) allt þar til nýja Vestmannaey kom til sögunnar, að hann beri afar hlýjar taugar til gömlu Vestmannaeyjar.

„Í sannleika sagt þá saknar maður skipsins þó svo að nú sé komið nýtt skip í staðinn sem vissulega er meira spennandi. Gamla Vestmannaey er geypilega vel hannað skip – einfalt og gott. Það er afburða sjóskip miðað við stærð og fer afar vel með mannskap. Segja má að þetta skip hafi gengið eins og klukka alla tíð, það hefur einungis þurft að sinna örfáum viðhaldsverkefnum en skipið hefur reynst afburða traust. Það hefur frá fyrstu tíð gengið einstaklega vel að fiska á þetta skip og það er ekki þannig að á því hafi menn bara legið í þorski heldur hefur ávallt verið sótt í allar tegundir. Ég kvaddi þetta skip á síðasta ári með söknuði og á margar ljúfar minningar sem tengjast því, en ég ítreka að nýja Vestmannaey gefur meiri möguleika og býður upp á spennandi framtíð,“ segir Birgir Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »