„Við erum ekki að fá neinn íslenskan fisk“

Fiskmarkaðurinn í Grimsby er einn sá stærsti í Bretlandi en …
Fiskmarkaðurinn í Grimsby er einn sá stærsti í Bretlandi en yfirleitt koma um 75% fisksins sem þar er á markaði frá Íslandi. Honum hefur verið lokað og er óljóst hvenær hann opnar á ný. AFP

Fiskmarkaðnum í Grimsby, stærsta fiskmarkaði Bretlands, var lokað síðdegis í gær og er óvíst að hann opni á ný í bráð, fiskmarkaðnum hefur aldrei verið lokað frá stofnun hans árið 1996. Er þetta afleiðing útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta segir Martyn Boyers, framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins í Grimsby, í samtali við 200 mílur.

„Við erum ekki að fá neinn íslenskan fisk, norskan fisk eða færeyskan fisk. Það eru ekki stunduð nein uppboð. Sá fiskur sem kemur enn hefur verið forpantaður. Það eru örfáir að senda frá Íslandi, en hann hefur þegar verið seldur og ratar því ekki á markaðinn,“ segir Boyers.

Hann segir ástæðu þess að fiskur sé ekki að koma á markaðinn vera samverkandi þætti, en afgerandi hefur verið hrun í eftirspurn. „Þetta byrjaði fyrir að verða tveimur vikum þegar börum og veitingahúsum var sagt að loka, en svo hefur þetta ágerst eftir að fólki var sagt að halda sér heima. Meðal annars var öllum skyndibitastöðum með fisk og frönskum lokað, auk þess hafa sumar vinnslustöðvar og heildsalar einnig lokað. Þetta setti allt af stað. Síðan hefur framboðið verið erfitt, þannig að við vorum komnir í vítahring og tókum ákvörðun um að loka.“

Óbreytt ástand í þrjár til fjórar vikur

Þá hafi einnig haft áhrif að stjórnvöld hafi sett á strangt samkomubann, en í fiskmarkaðnum koma saman kaupendur til þess að bjóða í fiskinn, að sögn Boyers. „Við reyndum að halda opið með því að breyta því hvernig við seldum fisk, tryggja aðgreiningu fólks, en allir þessir samverkandi þættir unnu gegn okkur.“

Hann útskýrir að þær fiskvinnslur í Bretlandi sem eru í viðskiptum við fiskmarkaðinn í Grimsby og hafa ekki enn lokað munu líklega allar loka í dag. „Ég veit ekkert hvernig mánudagurinn mun líta út. Mjög fáir munu taka við ferskum fiski, en ég hugsa að það mun vera í lagi með frosna fiskinn.“ Framkvæmdastjórinn bætir við að algjör óvissa sé hvað varðar næstu viku „og næstu vikur held ég. Við getum ekki séð að staðan breytist næstu þrjár til fjórar vikur hið minnsta.“

„Þetta virðist vera að fara úr því að vera slæmt til hins verra. Augljóslega viljum við komast aftur í eðlilegt ástand – hvað svo sem eðlilegt mun vera – en þetta er erfitt fyrir okkur, því Ísland er aðalseljandinn í Grimsby og megnið af þeim fiski kemur frá Vestmannaeyjum, Berg-Hugin. Og ég hef frétt af kórónuveirusmiti þar. […] Við vonum að geta opnað eins fljótt og auðið er, en vitum ekkert hvenær það verður,“ segir Boyers.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.6.20 247,66 kr/kg
Þorskur, slægður 5.6.20 356,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.6.20 491,61 kr/kg
Ýsa, slægð 5.6.20 281,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.6.20 72,44 kr/kg
Ufsi, slægður 5.6.20 94,37 kr/kg
Djúpkarfi 18.5.20 105,23 kr/kg
Gullkarfi 5.6.20 229,55 kr/kg
Litli karfi 18.5.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.6.20 145,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.6.20 Fríða SH-565 Grásleppunet
Grásleppa 1.317 kg
Samtals 1.317 kg
5.6.20 Djúpey BA-151 Grásleppunet
Grásleppa 2.829 kg
Samtals 2.829 kg
5.6.20 Inga SH-069 Grásleppunet
Grásleppa 953 kg
Samtals 953 kg
5.6.20 Stína SH-91 Grásleppunet
Grásleppa 1.705 kg
Samtals 1.705 kg
5.6.20 Jökull SH-339 Grásleppunet
Grásleppa 1.647 kg
Samtals 1.647 kg
5.6.20 Denni SH-147 Grásleppunet
Grásleppa 1.599 kg
Samtals 1.599 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.6.20 247,66 kr/kg
Þorskur, slægður 5.6.20 356,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.6.20 491,61 kr/kg
Ýsa, slægð 5.6.20 281,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.6.20 72,44 kr/kg
Ufsi, slægður 5.6.20 94,37 kr/kg
Djúpkarfi 18.5.20 105,23 kr/kg
Gullkarfi 5.6.20 229,55 kr/kg
Litli karfi 18.5.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.6.20 145,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.6.20 Fríða SH-565 Grásleppunet
Grásleppa 1.317 kg
Samtals 1.317 kg
5.6.20 Djúpey BA-151 Grásleppunet
Grásleppa 2.829 kg
Samtals 2.829 kg
5.6.20 Inga SH-069 Grásleppunet
Grásleppa 953 kg
Samtals 953 kg
5.6.20 Stína SH-91 Grásleppunet
Grásleppa 1.705 kg
Samtals 1.705 kg
5.6.20 Jökull SH-339 Grásleppunet
Grásleppa 1.647 kg
Samtals 1.647 kg
5.6.20 Denni SH-147 Grásleppunet
Grásleppa 1.599 kg
Samtals 1.599 kg

Skoða allar landanir »