Skipin í landi vegna óvissu á mörkuðum og í veðri

Bergey kom til löndunar á miðvikudaginn var.
Bergey kom til löndunar á miðvikudaginn var. Ljósmynd/Guðmundur Alfreðsson

Ísfisktogarar Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, Bergey VE og Vestmannaey VE, liggja bæði í höfn þessa dagana. Ástæðurnar eru annars vegar slæm veðurspá fram yfir helgi og hins vegar sú óvissa sem ríkir á ferskfiskmörkuðum vegna kórónuveirufaraldursins.

Bæði skipin voru með fullfermi af ufsa þegar þau komu til löndunar á miðvikudag. Vestmannaey fékk aflann á Selvogsbankanum en Bergey rétt fyrir austan Eyjar.

Tvær lægðir eru væntanlegar um helgina og ölduspá er afar slæm. Á hefðbundnum mörkuðum hefur spurn eftir ferskum fiski hrunið undanfarið. Verslanir leita frekar í frosna vöru enda eru veitingahús flest lokuð.

Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins, segir langmest af fiskinum sem skipin hafa borið að landi síðustu vikurnar hafa farið til vinnslu hér á landi og er hann unninn í Vestmannaeyjum, Seyðisfirði, Neskaupstað, Dalvík og Akureyri. Nú er beðið og fylgst með stöðunni á mörkuðum erlendis.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.4.20 315,88 kr/kg
Þorskur, slægður 8.4.20 305,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.4.20 400,41 kr/kg
Ýsa, slægð 8.4.20 277,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.4.20 132,47 kr/kg
Ufsi, slægður 8.4.20 124,50 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 8.4.20 245,24 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.4.20 Hafaldan EA-190 Grásleppunet
Grásleppa 936 kg
Ufsi 129 kg
Þorskur 122 kg
Samtals 1.187 kg
10.4.20 Konráð EA-090 Grásleppunet
Grásleppa 1.129 kg
Þorskur 102 kg
Ufsi 38 kg
Samtals 1.269 kg
10.4.20 Svala EA-005 Handfæri
Þorskur 1.442 kg
Karfi / Gullkarfi 19 kg
Samtals 1.461 kg
10.4.20 Gunnþór ÞH-075 Þorskfisknet
Þorskur 1.099 kg
Samtals 1.099 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.4.20 315,88 kr/kg
Þorskur, slægður 8.4.20 305,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.4.20 400,41 kr/kg
Ýsa, slægð 8.4.20 277,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.4.20 132,47 kr/kg
Ufsi, slægður 8.4.20 124,50 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 8.4.20 245,24 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.4.20 Hafaldan EA-190 Grásleppunet
Grásleppa 936 kg
Ufsi 129 kg
Þorskur 122 kg
Samtals 1.187 kg
10.4.20 Konráð EA-090 Grásleppunet
Grásleppa 1.129 kg
Þorskur 102 kg
Ufsi 38 kg
Samtals 1.269 kg
10.4.20 Svala EA-005 Handfæri
Þorskur 1.442 kg
Karfi / Gullkarfi 19 kg
Samtals 1.461 kg
10.4.20 Gunnþór ÞH-075 Þorskfisknet
Þorskur 1.099 kg
Samtals 1.099 kg

Skoða allar landanir »