Hafnarstjóri yfirfari tillögur rannsóknarnefndar

Fjordvik á strandstað í nóvember 2018.
Fjordvik á strandstað í nóvember 2018. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hafnarstjóra Reykjaneshafnar hefur veið falið að yfirfæra tillögur rannsóknanefndar samgönguslysa vegna strands flutningaskipsins Fjordvik við varnargarð hafnarinnar í nóvember fyrir tveimur árum. Þetta kemur fram í bókun stjórnar hafnarinnar. 

Mannleg mistök við stjórn skipsins Fjordvik voru orsök þess að það strandaði á varnargarðinum að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Var skipið á leið til innsiglingar en fór vitlausu megin við varnargarðinn og strandaði þar.

Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur fram að rekja megi mistökin til ófullnægjandi undirbúnings og samráðs milli hafnsögumanns og skipstjóra varðandi siglingu þess.

Skrokkur skipsins skemmdist mikið við strandið.
Skrokkur skipsins skemmdist mikið við strandið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skipið kom frá Færeyjum og var að flytja sement. Um borð var 14 manna áhöfn auk hafnsögumanns sem hafði komið um borð í skipið stuttu áður. Var þeim öllum bjargað frá skipinu eftir strandið í þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Í lokaskýrslu rannsóknanefndarinnar, sem samþykkt var á fundi nefndarinnar í vikunni, kemur fram að þrátt fyrir að hafnsögumaðurinn og skipstjórinn hafi farið yfir væntanlega siglingu virðist sem þeir hafi ekki haft sömu sýn á hvernig siglt skyldi inn til hafnarinnar né hvernig bregðast skyldi við ef frá þyrfti að hverfa.

Fjordvik skemmdist mikið í strandinu. Það var sex dögum eftir …
Fjordvik skemmdist mikið í strandinu. Það var sex dögum eftir strandið dregið í slipp í Keflavík þar sem það var úrskurðað ónýtt og fór að lokum í brotajárn til Belgíu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leggur nefndin til nokkrar tillögur til aukins öryggis. Beinir hún því til skipstjóra og útgerðar að fara eigi vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður auk þess að kynna sér vel undankomuleiðir. Þá beri skipstjóra, þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun á milli hans og hafnsögumanns, að sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr til að koma í veg fyrir misskilning.

Nefndin beinir því til hafnaryfirvalda að hafnsögumaður skuli afla sér upplýsinga um viðkomandi skip og skipuleggja siglingu til hafnar í samráði við skipstjóra og yfirmenn í brúnni. Þá eigi hafnsögumaður ekki að taka yfir siglingu skipsins eða stjórntæki nema upplýsingar um slíkt liggi fyrir frá skipstjóra. Einnig sé það hlutverk hans að passa, þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og skipstjóra, að yfirstjórn sé alveg skýr og ótvíræð. Þá er lagt til að hafnsögumönnum verði skylt að sækja námskeið í mannauðsstjórnun líkt og skipstjórum er skylt að gera.

Stjórn Reykjaneshafnar tók málið fyrir á fundi sínum í gær og ályktaði eftirfarandi:

„Stjórn Reykjaneshafnar þakkar framkomna skýrslu og þau vönduðu vinnubrögð sem þar koma fram. Samkvæmt skýrslunni er ekki hægt að rekja strandið til eins ákveðins atviks heldur  samspil margra smærri þátta og misskilnings í samskiptum hafnsögumanns og skipstjóra skipsins. Í skýrslunni eru tillögur til úrbóta í samskiptum við slíkar aðstæður, jafnt til skipstjóra, útgerðar og hafnar. Stjórn Reykjaneshafnar felur hafnarstjóra að yfirfari þær tillögur og nýta til að skerpa á verklagi hafnarinnar í framtíðinni. Samþykkt samhljóða.“

Hluti skemmda á Fjordvik.
Hluti skemmda á Fjordvik. Ljósmynd/RNSA
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »