Sigurbjörg fertug og aldrei litið betur út

Framkvæmdastjórarnir Geir Asle Årseth og Tormund Grimstad hjá Nordnes AS …
Framkvæmdastjórarnir Geir Asle Årseth og Tormund Grimstad hjá Nordnes AS sem keypti frystitogaran Sigurbjörgu árið 2017, ásamt verkefnisstjóranum Chris Remøy. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skipinu. Ljósmynd/Nordnes AS

Það er óhætt að segja að frystitogarinn Sigurbjörg ÓF hafi tekið breytingum frá því að Rammi hf. seldi hann til Noregs árið 2017. Sigurbjörg var talin eitt fullkomnasta skip íslenska flotans þegar Slippurinn á Akureyri afhenti skipið árið 1979, en það var leyst af hólmi af Sólbergi ÓF sem er eitt tæknivæddasta skip flotans nú. Hins vegar er tími Sigurbjargar ekki liðinn undir lok að fullu, þar sem kaupandinn í Noregi, Nordnes AS, hefur ákveðið að breyta henni í stærsta tengiltvinnfiskiskip í heimi.

Ekki er mikið eftir af togaranum gamla og hefur allt innvolsið og yfirbygging verið fjarlægð, aðeins skrokkurinn hefur verið notaður í smíði nýja skipsins Nordbas sem er 1.180 brúttótonn og er 60,5 metrar að lengd og 10,3 metrar að breidd. „Já, það má segja það,“ segir Chris Remøy, tæknistjóri útgerðarinnar Nordnes og verkstjóri þess sem ekki er hægt að flokka sem annað en nýsmíði, og hlær er hann er spurður hvort um sé að ræða umfangsmikið verkefni.

Sigurbjörg ÓF eins og hún var þegar hún kom til …
Sigurbjörg ÓF eins og hún var þegar hún kom til hafnar í Noregi. Ljósmynd/Nordnes AS

Hann segir aðeins skrokkinn og nokkur tæki hafa verið endurnýtt í togarann Nordbas. Þá hafi hugmyndin verið bæði að hanna og smíða togara sem nýtir mun minni orku en hefðbundnir togarar og samhliða því hugsa til umhverfisins og endurnýta stálið í Sigurbjörgu.

Stærsta batterí í fiskiskipi

Tengiltvinntæknin um borð í togara krefst þess að mikil orka sé til reiðu og hefur verið komið fyrir 1.617 kílóvatta batteríi. „Um er að ræða stærsta batterí sem komið hefur verið fyrir í fiskiskipi í heimi,“ segir Remøy og bendir á að stærstu batterí sem komið hefur verið fyrir í fiskiskipum til þessa séu um 350 kílóvött.

Sigurbjörg er nú óþekkjanleg enda hefur skipið tekið umtalsverðum breyting …
Sigurbjörg er nú óþekkjanleg enda hefur skipið tekið umtalsverðum breyting til þess að vera stærsta tengiltvinnfiskiskip í heimi o ber nafnið Nordbas. Ljósmynd/Nordnes AS

Þá sé hugsunin að batteríið geti hlaðist þegar skipið er í höfn og þegar vindur eru í notkun. Hann útskýrir að á skipinu eru rafmagnsvindur sem eru hannaðar til þess að safna bremsuorkunni sem myndast þegar trolli er kastað og þannig sé batteríið hlaðið. Þá verður þetta til þess að nánast ekkert orkutap verði við notkun á vindunum, andstætt því sem gerist þegar hefðbundnar vindur eru notaðar.

Sveigjanleg orkunotkun

Auk batterísins eru þrjár díselvélar um borð, tvær aðalvélar af mismunandi stærð og ein smærri hjálparvél. Þessi samsetning á að gera það að verkum að hægt sé að hagnýta orkuna mun betur en í hefðbundnum skipum með því að bjóða sveigjanleika sem tryggir að aðeins það afl sem þörf er á hverju sinni sé í notkun og mun rafmagn nýtast þegar rekstur skipsins kallar á aukna orku, til að mynda þegar verið er að hífa.

Nordbas mun nota fleiri aðferðir við veiðar, dragnót, troll og tvíburatroll. „Þú getur verið með skip með einni stórri vél, en þá geturðu ekki með skilvirkum hætti dregið úr díselnotkuninni þegar þú þarft minnstu orkuna, sem er þegar veitt er með dragnót,“ útskýrir Remøy sem bætir við að allt í skipinu sé hannað með hagkvæma orkunotkun í huga. Bendir hann á að toghlerarnir verði færanlegir og að stefnu skipsins verði stýrt með sérhæfðri lausn um skrúfu þess (e. nozzle), en skrúfan er sögð stór til þess að auka afköst (e. peakshaving).

Ljósmynd/Nordnes AS

Sigurbjörg haldi áfram að sigla

Remøy segir tengiltvinntæknina í skipinu ekki því til fyrirstöðu að allir helstu nýjungar verði um borð með tilheyrandi orkuþörf. „Þetta verður allt af nýjustu gerð. Eitt af elstu íslensku skipunum verður það nýjasta,“ segir hann og hlær. „Þetta eru nýjar vélar, nýtt framdrif, nýjar innréttingar, ný vinnslulína, ný lest og endurbætur á skrokknum.“

Nordbas-verkefnið er tilraun útgerðarinnar til þess að stuðla að þróun nýrrar þekkingar og tæknilausna á sviði orkunotkunar og draga úr losun í sjávarútvegi og er það skipasmíðastöðin Kleven Verft í Ullsteinvik sem vinnur að framkvæmdinni. „Við höfum einnig fengið mikla og góða aðstoð frá Þóri Jóni Ásmundssyni sem tók þátt í hönnun skipsins [Sigurbjargar] hjá skipasmíðastöðinni á Akureyri 1978. Hann hefur veitt okkur klasateikningar fyrir endursmíðina og er hönnuður í samstarfi við Nordnes,“ segir verkefnisstjórinn.

Ljósmynd/Nordnes AS

Þá er stefnt að því að deila með öðrum útgerðum þekkingunni sem verður til við framkvæmdina. „Markmiðið með verkefninu er að aðrir fái innsýn í það hvernig þetta hafi gengið. Togaraflotinn stundar orkufrekustu veiðarnar og ef við ætlum að minnka kolefnisfótsporið okkar verður að draga úr losun. Við viljum sanna að það sé hægt að spara orku í togara og vonum að aðrir í greininni geti einnig bætt sig.“

Prófanir skipsins hefjast í ágúst og afhending Nordbas verður í september, en áætlað er að veiðar geti hafist um mánaðamótin september/október. „Ég vona að Íslendingar líti á þetta sem jákvæðan hlut að endurnýta skip í stað þess að farga því og þeir geta hugsað til þess að Sigurbjörg haldi áfram að sigla,“ segir Remøy að lokum.

Ljósmynd/Nordnes AS
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.7.20 270,82 kr/kg
Þorskur, slægður 3.7.20 294,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.7.20 461,81 kr/kg
Ýsa, slægð 3.7.20 272,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.7.20 57,58 kr/kg
Ufsi, slægður 3.7.20 91,37 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 3.7.20 152,41 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.7.20 49,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.20 Hanna SH-028 Grásleppunet
Grásleppa 1.484 kg
Samtals 1.484 kg
3.7.20 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Keila 175 kg
Karfi / Gullkarfi 125 kg
Hlýri 67 kg
Samtals 367 kg
3.7.20 Magga SU-026 Handfæri
Þorskur 1.067 kg
Ufsi 66 kg
Samtals 1.133 kg
3.7.20 Öðlingur SU-191 Handfæri
Þorskur 809 kg
Ufsi 73 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 887 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.7.20 270,82 kr/kg
Þorskur, slægður 3.7.20 294,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.7.20 461,81 kr/kg
Ýsa, slægð 3.7.20 272,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.7.20 57,58 kr/kg
Ufsi, slægður 3.7.20 91,37 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 3.7.20 152,41 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.7.20 49,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.20 Hanna SH-028 Grásleppunet
Grásleppa 1.484 kg
Samtals 1.484 kg
3.7.20 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Keila 175 kg
Karfi / Gullkarfi 125 kg
Hlýri 67 kg
Samtals 367 kg
3.7.20 Magga SU-026 Handfæri
Þorskur 1.067 kg
Ufsi 66 kg
Samtals 1.133 kg
3.7.20 Öðlingur SU-191 Handfæri
Þorskur 809 kg
Ufsi 73 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 887 kg

Skoða allar landanir »