Skyndilokanir nú á herðum Fiskistofu

Fiskistofa mun nú sinna ákvarðanatöku um skyndlokanir veiðisvæða, en Hafrannsóknastofnun …
Fiskistofa mun nú sinna ákvarðanatöku um skyndlokanir veiðisvæða, en Hafrannsóknastofnun mun veita ráðgjöf. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs, fiskeldis, lax- og silungsveiði vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu var samþykkt á Alþingi 29. júní færðist ákvarðanataka um skyndilokanir til Fiskistofu. Þar með var fjögurra áratuga sögu skyndilokana Hafrannsóknastofnunar lokið og var það Ásgeir Gunnarsson fiskifræðingur sem stóð síðustu vaktina.

Tilgangur skyndilokana svæða er að vernda smáfisk með það fyrir augum að draga úr smáfiskadrápi og líklegu brottkasti, að því er segir á vef Hafrannsóknastofnunar. Þar segir jafnframt að núverandi kerfi skyndilokana á Íslandsmiðum megi rekja allt aftur til ársins 1976 og hafa fiskifræðingar á stofnunarinnar sett á skyndilokanir á grundvelli mælinga Fiskistofu og Landhelgisgæslu.

Fram kemur að frá upphafi hefur Hafrannsóknastofnun sett á um 3.900 skyndilokanir, meirihlutann til verndunar smáþorsks og flestar á línuveiðar. En talsverðar sveiflur hafa verið í fjölda lokana milli ára og voru þær flestar árið 2012 þegar þær voru 188 talsins. Þeim fækkaði mikið á síðasta ári og það sem af er þessa árs vegna breytinga á viðmiðunarmörkum sem gerð var 2019.

Endurskoðað

Á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar segir, að þórr skyndilokanir hafi verið veigamikill þáttur í stjórnkerfi fiskveiða á Íslandsmiðum í áratugi, sé fremur lítið um rannsóknir á áhrifum þeirra aðgerða. Nýverið hafi þó komið út ritrýnd grein um áhrif skyndilokanna við að hindra veiðar á smáfiski. Hesta niðurstaða greinarinnar sé, að skyndilokanir séu gagnlegar til verndar smáfiski þegar veiðihlutfall er hátt. Hins vegar þegar veiðihlutfall er hóflegt hafa skyndilokanir takmarkað gildi.

„Meðal annars í því ljósi lagði Hafrannsóknastofnun til hækkun á viðmiðunarmörkum árið 2017 í tillögu til starfshóps um faglega heildarendurskoðun á regluverki varðandi notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum um breytingu á viðmiðunarmörkum. Stofnunin telur hins vegar að skyndilokanir geti verið nauðsynlegar í vissum tilfellum og því ekki ráðlegt að fella öll mörk niður og hverfa frá lokunum svæða ef smár fiskur veiðist.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 21.9.20 438,29 kr/kg
Þorskur, slægður 21.9.20 477,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.9.20 318,76 kr/kg
Ýsa, slægð 21.9.20 314,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.9.20 141,65 kr/kg
Ufsi, slægður 21.9.20 174,85 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 21.9.20 248,89 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.9.20 Guðrún Petrína GK-107 Landbeitt lína
Ýsa 427 kg
Samtals 427 kg
21.9.20 Eyji NK-004 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 2.206 kg
Samtals 2.206 kg
21.9.20 Sveini EA-173 Handfæri
Þorskur 487 kg
Samtals 487 kg
21.9.20 Óli Á Stað GK-099 Lína
Ýsa 1.708 kg
Þorskur 148 kg
Hlýri 34 kg
Steinbítur 25 kg
Keila 16 kg
Karfi / Gullkarfi 15 kg
Samtals 1.946 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 21.9.20 438,29 kr/kg
Þorskur, slægður 21.9.20 477,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.9.20 318,76 kr/kg
Ýsa, slægð 21.9.20 314,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.9.20 141,65 kr/kg
Ufsi, slægður 21.9.20 174,85 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 21.9.20 248,89 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.9.20 Guðrún Petrína GK-107 Landbeitt lína
Ýsa 427 kg
Samtals 427 kg
21.9.20 Eyji NK-004 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 2.206 kg
Samtals 2.206 kg
21.9.20 Sveini EA-173 Handfæri
Þorskur 487 kg
Samtals 487 kg
21.9.20 Óli Á Stað GK-099 Lína
Ýsa 1.708 kg
Þorskur 148 kg
Hlýri 34 kg
Steinbítur 25 kg
Keila 16 kg
Karfi / Gullkarfi 15 kg
Samtals 1.946 kg

Skoða allar landanir »