Drógu upp minjar í Fáskrúðsfirði

Tréverkið sem dregið var úr sjónum er um fjögurra metra …
Tréverkið sem dregið var úr sjónum er um fjögurra metra langt.

Skipverjar á Múlabergi SI 22 drógu upp minjar af gömlu skipi þegar það var við rannsóknarveiðar í Fáskrúðsfirði. Þegar mbl.is náði tali af Finni Sigurbjörnssyni, skipstjóra á Múlabergi, voru þrír starfsmenn frá Minjastofnun um borð í skipinu. Þeir komu um borð eftir að skipið landaði í Hafnarfjarðarhöfn í dag. 

„Þetta er eitthvert timbur og ef miðað er við festingarnar gæti ég helst trúað því að þetta sé af einhverri franskri skútu,“ segir Finnur Sigurbjörnsson, skipstjóri á Múlabergi. 

Að sögn Finns er þetta síður en svo í fyrsta skipti sem hann dregur gamlar minjar úr hafi. „Þetta gæti verið siglutré. Þetta er eldgamalt,“ segir Finnur.   

Múlaberg
Múlaberg

Múlaberg er á hringferð um landið með Hafrannsóknastofnun þar sem það er við rannsóknarveiðar. 

Teygja sig þrjár aldir aftur í tímann

Fram kemur á vef franska spítalans á Fáskrúðsfirði að þorskveiðar Frakka á seglskipum hér við land teygi sig að minnsta kosti þrjár aldir aftur í tímann. „Það var þó ekki fyrr en kom fram á 19. öld, einkum eftir 1830, að þessar veiðar jukust til mikilla muna og mestar voru þær frá þeirri öld miðri og fram undir heimsstyrjöldina fyrri. Þegar mest var voru 200-300 frönsk seglskip að veiðum víða umhverfis landið, áhafnir þessara skipa voru samanlagt á bilinu 3.000-5.000 manns.
ÁRIÐ 1903 reistu franskir sjómenn á Fáskrúðsfirði spítala og tóku …
ÁRIÐ 1903 reistu franskir sjómenn á Fáskrúðsfirði spítala og tóku í notkun ári síðar. Fyrstu árin var spítalinn rekinn allt árið en þegar frönskum skútum fækkaði við Íslandsstrendur var hann opinn yfir vertíðina. Þegar komum dugganna til Fáskrúðsfjarðar fækkaði lagðist starfsemi spítalans af og árið 1939 var hann fluttur í Hafnarnes og byggður þar sem fjölbýlishús. Eftir að byggðin í Hafnarnesi lagðist af hefur húsið staðið autt, en árið 1996 voru stofnuð samtök um að endurbyggja Franska spítalann á Fáskrúðsfirði, sem næst þeim stað sem hann stóð á áður. Steinunn Ásmundsdóttir

Skipin og áhafnir þeirra voru frá bæjum á norðurströnd Frakklands, allt suður á Bretagne-skaga. Flest voru skipin frá Dunkerque og Paimpol, en einnig frá St. Brieuec, Binic, Gravelines, Fécamps, Calais og St. Malo svo nefndir séu nokkrir helstu útgerðarstaðanna.

Frakkar völdu Fáskrúðsfjörð sem bækistöð austanlands, enda er hann rúmur og djúpur og liggur vel að miðum. Fáskrúðsfjörður og Gravelines eru vinabæir og það er orðinn siður á Fáskrúðsfirði að minnast tengslanna við Frakka sumar hvert og halda þá bæjarhátíð, Franska daga, og draga fána að hún á þjóðhátíðardegi Frakka, 14. júlí. Götur í bænum eru merktar á frönsku, jafnframt íslensku heitunum. Í ráði er að auka tengslin við Frakkland enn frekar á næstunni. Frönskum gestum í bænum fer fjölgandi og þeir gleðjast þá með heimamönnum og vitja þar minja sem þeim tengjast,“ segir á vefnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »