Fyrsta skref að tilkynna smit til Landhelgisgæslunnar

Íris Marelsdóttir verkefnastjóri á sviði sóttvarna hjá Embætti landlæknis, segir …
Íris Marelsdóttir verkefnastjóri á sviði sóttvarna hjá Embætti landlæknis, segir fyrast skref vera þegar vaknar grunur um kórónuveirusmit um borð vera að eiga samband við Landhelgisgæsluna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Smitvarnir um borð í skipum byggjast á landsáætlun um sóttvarnir hafna og skipa, sem kom út 2017, og er einnig að finna á vef landlæknisembættisins sérstakar leiðbeiningar fyrir hafnir og skip. Fyrsta skref þegar grunur vaknar um smit um borð er að skipstjóri láti Landhelgisgæsluna vita. Þyrlur Gæslunnar eru færar um að flytja veika áhafnarmeðlimi, skyldu þeir vera sýktir af kórónuveirunni.

Sóttvarnasvið kynnti landsáætlunina og hélt æfingu í öllum heilbrigðisumdæmum á landinu í kjölfar útgáfu hennar en hún var mótuð með aðkomu fjölda ríkisstofnana, segir Íris Marelsdóttir, verkefnisstjóri á sóttvarnasviði hjá landlæknisembættinu. Að mótun landsáætlunar komu meðal annars fulltrúar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnunar, Landhelgisgæslu Íslands, Hafnasambands Íslands og Samgöngustofu.

„En svo gerist það í vetur að það kemur Covid og þá drifum við okkur í að gera leiðbeiningar fyrir hafnir og skip. Þær voru gerðar í vor og voru síðast uppfærðar í september. Þessi tvö skjöl (landsáætlunin og leiðbeiningarnar) eru grunnurinn. [...] Alltaf þegar vaknar grunur um smit þá fylgjum við þessu,“ segir Íris og bætir við að það sé gott samstarf við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í málaflokknum. Þá séu haldnir vikulegir leiðbeininga- og upplýsingafundir, en þangað mæta einnig öryggisstjórar skipaflutningafyrirtækja.

Gæslan sér um samskiptin

Komi til þess að það verði grunur um smit um borð í skipi „þá er það alltaf þannig að viðkomandi skipstjóri lætur Ladhelgisgæsluna vita. Skipstjóra ber að tilkynna grun, hvort sem það er stórt eða lítið skip,“ útskýrir Íris og bætir við að það sé Landhelgisgæslunnar að gera landlæknisembættinu viðvart.

Georg Lárusson.
Georg Lárusson. Ljósmynd/Árni Sæberg

Þetta segir einnig Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, spurður um hlutverk stofnunarinnar er koma upp tilvik þar sem er grunur um smit um borð. „Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar annast samskipti við áhafnir skipa í slíkum tilfellum og hefur milligöngu um samskipti við landlæknisembættið og önnur heilbrigðisyfirvöld í landi auk annarra sem að málinu koma.“ Við bætist, ef skipið er að koma að utan að þá „ber að senda Landhelgisgæslunni sérstaka heilbrigðisyfirlýsingu sem undirrituð er af skipstjóra eða skipslækni og getur gefið upplýsingar um hugsanlegt Covid-19-smit um borð. Skipum er óheimilt að koma til hafnar nema umræddar upplýsingar berist.“

Stjórnstöð leiðir málið

Þegar landlæknisembættinu hefur borist tilkynning um smit eða grun um smit er næstu skrefum lýst í leiðbeiningum, að sögn Írisar. „Við upplýsum hlutaðeigandi umdæmislækni og biðjum um samþykki fyrir því að skipið megi koma til hafnar. Því ef það er vitlaust að gera í þessari höfn, segjum að það sé mikið smit í gangi eins og þegar kom skip á Grundartanga um daginn, þá er beðið um samþykki fyrir því að það komi til hafnar. Síðan er lið sent niður að skipshlið og skimað. Síðan þarf skipið að bíða þar til niðurstaða liggur fyrir og ef allir eru neikvæðir geta þeir farið. [...] En ef þeir eru jákvæðir fara allir í einangrun og eftir það tekur Covid-göngudeildin við.

Nákvæmlega sama fyrirkomulag var sett í gang þegar Valdimar kom til Njarðvíkur, þegar 14 voru um borð og allir jákvæðir, þá koma þeir að landi og allir vita að þeir séu að koma að landi. Það er stjórnstöð Gæslunnar sem leiðir alltaf málið,“ útskýrir hún.

Engum er heimilt að fara frá borði fyrr en niðurstöður …
Engum er heimilt að fara frá borði fyrr en niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir. Ljósmynd/Guðmundur Kristjánsson

Spurð hvort þetta fyrirkomulag hafi virkað vel, svarar Íris því játandi. „Þetta fyrirkomulag hefur virkað vel. Útgerðin hefur verið að ýta við okkur og fá þessa einkennalausu sýnatöku, en á móti hafa þeir lagt hart að sínum sjómönnum að haga sér eins og í sóttkví dagana áður en þeir fara á sjó, sérstaklega ef þeir eru að fara langt og verða lengi í burtu.“

Er Georg er spurður hvernig Landhelgisgæslunni hafi tekist að takast á við verkefni af þessum toga, segir hann að „samstarf við áhafnir skipa, útgerðir, umboðsmenn og viðeigandi yfirvöld hefur verið til fyrirmyndar. Við hjá Landhelgisgæslunni skynjum að áhafnir báta og skipa gæti fyllstu varúðar um borð í slíkum tilfellum og það er okkar upplifun að ráðleggingum sé fylgt til hins ýtrasta. Vakni grunur um smit um borð er viðkomandi einangraður frá öðrum í áhöfninni.“

Málafjöldinn um 900

Þá hefur stjórnstöð Landhelgisgæslunnar komið að 19 tilvikum þar sem grunur hefur verið um kórónuveirusmit og voru 11 skipanna íslensk, en heildarmálafjöldi sem tengist farsóttinni er orðinn tæplega 900, að sögn Georgs. „En megnið tengist sendingu og móttöku á heilsufarsyfirlýsingunni. Þá hefur Landhelgisgæslan veitt aðstoð við að koma sýnum og fólki á milli staða vegna farsóttarinnar.“

Skyldi sjómaður verða alvarlega veikur vegna kórónuveirusmits, gæti þurft að flytja viðkomandi í miklum flýti til viðeigandi aðhlynningar. Spurður hvort þyrla á vegum Landhelgisgæslunnar gæti flutt slíkan einstakling, svarar Georg: „Já, unnið er eftir sérstökum leiðbeiningum Embættis landlæknis um sjúkraflutninga. Almenna reglan hjá þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar er að viðhafa ávallt grundvallarvarúð gagnvart sýkingum við alla sjúklinga. Ef grunur leikur á að sjúklingur sé með Covid-19 þarf áhöfnin að klæðast sérstökum hlífðarbúnaði.

Þyrlulæknar í samvinnu við stýrimenn Landhelgisgæslunnar, sem eru menntaðir í sjúkraflutningum, unnu þar að auki sérstakt Covid-19 verklag fyrir bæði þyrlur og flugvél. Þar er gerður greinarmunur á því hvernig skal annast flutning á sjúklingi með eða án einangrunarhylkis. Verklagið tekur einnig á hlífðarbúnaði þyrluáhafnarinnar, en til dæmis ef verið er að flytja sjúkling án einangrunarhylkis, þá eru grímur, hlífðargleraugu, sloppur og hanskar til reiðu í þyrlunni og sérstakar leiðbeiningar þess efnis hvernig skal klæða sig í og úr hlífðarbúnaði. Þyrlurnar eru svo sótthreinsaðar sérstaklega eftir hvert flug.“

Greinin var fyrst birt í bkaði 200 mílna sem dreift var með Morgunblaðinu 24. október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 24.11.20 400,87 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.20 443,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.20 314,91 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.20 314,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.20 168,33 kr/kg
Ufsi, slægður 24.11.20 182,43 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.20 259,86 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.11.20 Egill ÍS-077 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 11.015 kg
Samtals 11.015 kg
24.11.20 Geir ÞH-150 Þorskfisknet
Ufsi 4.635 kg
Þorskur 185 kg
Karfi / Gullkarfi 23 kg
Samtals 4.843 kg
24.11.20 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Skarkoli 415 kg
Þorskur 64 kg
Lúða 6 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 486 kg
24.11.20 Otur Ii ÍS-173 Landbeitt lína
Ýsa 1.900 kg
Þorskur 1.087 kg
Samtals 2.987 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 24.11.20 400,87 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.20 443,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.20 314,91 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.20 314,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.20 168,33 kr/kg
Ufsi, slægður 24.11.20 182,43 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.20 259,86 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.11.20 Egill ÍS-077 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 11.015 kg
Samtals 11.015 kg
24.11.20 Geir ÞH-150 Þorskfisknet
Ufsi 4.635 kg
Þorskur 185 kg
Karfi / Gullkarfi 23 kg
Samtals 4.843 kg
24.11.20 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Skarkoli 415 kg
Þorskur 64 kg
Lúða 6 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 486 kg
24.11.20 Otur Ii ÍS-173 Landbeitt lína
Ýsa 1.900 kg
Þorskur 1.087 kg
Samtals 2.987 kg

Skoða allar landanir »