Hvernig er eftirliti með vigtun afla háttað?

Ögmundur Haukur Knútsson, fiskistofustjóri, segir suma telja íslenska vigtunarkerfið betra …
Ögmundur Haukur Knútsson, fiskistofustjóri, segir suma telja íslenska vigtunarkerfið betra en hið norska. mbl.is/Þorgeir

Sá meginmunur er á því hvernig löndun á afla gengur fyrir sig í Noregi og á Íslandi að hérlendis annast löggiltir vigtarmenn, sem eru starfsmenn hafnanna, vigtun og aflaskráningu á meðan kaupandi afla vigtar og skráir í Noregi. „Þeir eru til sem mundu telja að íslenska leiðin vinni betur gegn svindli við löndun og skráningu en sú norska,“ segir Ögmundur Haukur Knútsson fiskistofustjóri.

Í norska blaðinu Nordlys birtist í síðustu viku grein um skipulagða glæpastarfsemi í norskum sjávarútvegi og þar kom fram að þessi starfsemi væri metin á um tvo milljarða norskra króna. Einkum var fjallað um tegundasvindl, t.d. að fiski væri landað í skjóli nætur og þorskur breyttist í ufsa um leið og hann væri kominn á hafnarbakkann. Í greininni kemur fram að kerfið sé betra á Íslandi en í Noregi.

Í skriflegum spurningum til Fiskistofu var m.a. spurt hvað gert væri hér á landi til að tryggja að slíkt svindl viðgengist ekki hér á landi. Í svari Fiskistofu eru rakin nokkur af helstu atriðunum sem stofnunin telur að veiti aðhald við löndun, vigtun og skráningu afla.

Hefst um borð í veiðiskipi

„Aflaskráning hefst um borð í veiðiskipi þegar skipstjóri skráir magn afla og tegund í rafræna afladagbók sem skylt er að senda til Fiskistofu áður en lagst er að bryggju. Allar afladagbækur smárra og stórra skipa eru nú orðnar rafrænar frá því fyrr á árinu. Það er til mikilla bóta við eftirlit.

Löggiltir vigtarmenn sannreyna aflasamsetningu eins og kostur er með beinni skoðun við löndun. Eftirlitsmenn Fiskistofu skoða einnig aflasamsetningu við löndun og flutning afla og bera saman við afladagbók og vigtarnótur frá hafnarvog.

Löndun í Þorlákshöfn.
Löndun í Þorlákshöfn. mbl.is/Hari

Skipstjóri ber ábyrgð á því að afli sé rétt veginn á hafnarvog og ef upp koma alvarleg frávik er gerð brotaskýrsla á viðkomandi veiðiskip sem getur leitt til leiðbeiningar, formlegrar áminningar eða sviptingar veiðileyfis. Kaupendur afla skila vigtar- og ráðstöfunarskýrslum rafrænt til Fiskistofu og eru vinnslutölur bornar saman við tegundir og magn á vigtarnótum.

Drónar við eftirlitsstörf

Fiskistofa hefur undanfarin ár byggt eftirlit á áhættugreiningu og er nú að innleiða staðal þar um, ISO 31000. Við brot á reglum hækkar viðkomandi veiðiskip í áhættumati og lýtur þá meira eftirliti í framhaldi. Eftirlit má alltaf bæta og gera skilvirkara og einnig má benda á að í skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu kemur fram að bæta megi regluverk og viðurlög við brotum.

Eftirlit Fiskistofu er í stöðugri þróun. Meðal annars er unnið markvisst að bættum rekjanleika afla, þannig eiga upplýsingar úr afladagbókum að verða aðgengilegar vigtarmönnum strax við aflaskráningu löndunar á næstu mánuðum. Auknar heimildir Fiskistofu til að nota myndavélar við eftirlit með vigtun afla eru til skoðunar. Þá má geta þess að Fiskistofa er nú að innleiða notkun á drónum við eftirlitsstörf,“ segir m.a. í svari Fiskistofu.

Endurvigtun skoðuð

Í svarinu segir að endurvigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum hafi sérstaklega verið skoðuð og metið hvort breytileiki sé þegar eftirlit er viðhaft og þegar eftirlit er ekki viðhaft. Bent er á skýrslu um mat á áreiðanleika endurvigtunar, umfangi og ástæðum frávika og hugsanlegum úrbótum sem unnið var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti í upphafi árs.

Þá má nefna að Fiskistofa birtir reglulega upplýsingar um hlutfall kælimiðils í afla eftir því hvort skráning fer fram að viðstöddum eftirlitsmanni eða ekki og hefur það haft marktæk áhrif til réttari skráningar á íshlutfalli í afla, segir í svari Fiskistofu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »