Náði flottum myndum djúpt norður af Vestfjörðum

Vélstjórinn Ægir Óskar Gunnarsson ræddi við 200 mílur í desember, …
Vélstjórinn Ægir Óskar Gunnarsson ræddi við 200 mílur í desember, en hann tók fjölda mynda af túr áhafnarinnar á Hrafni Sveinbjarnarsyni í desember. Ljósmynd/Ægir Óskar Gunnarsson

Stór hluti togaraflotans var fyrrihluta desember á Strandagrunni og veiðin var með ágætum. Þorskur og ýsa var uppistaða aflans sem var frystur og pakkað um borð. Strákarnir á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK komu í land daginn fyrir Þorláksmessu.

Sagt var frá veiðiferðinni í blaði 200 mílna 12. desember og fylgdi henni fjöldi mynda, m.a. frá vélstjórnaum Ægi Óskari Gunnarssyni.

Lipurlega gert að möskvum á dekkinu.
Lipurlega gert að möskvum á dekkinu. Ljósmynd/Ægir Óskar Gunnarsson
Ljósmynd/Ægir Óskar Gunnarsson

Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK hefur fiskað vel síðustu daga, en togarinn er nú á Strandagrunni en svo heita mið djúpt norður af Vestfjörðum. Stærstur hluti togaraflotans hefur verið þar að undanförnu, enda á vísan að róa um góðan afla. „Einn, tveir, þrír ... já, mér sýnast hérna vera nærri tuttugu skip svona við lauslega talningu,“ sagði Ægir Óskar Gunnarsson 1. vélstjóri þegar Morgunblaðið ræddi við hann fyrr í vikunni.

Fyrir norðan land nýtur birtu aðeins skamma stund um miðjan daginn nú þegar komið er fram í desember. Menn eru því nánast alltaf í myrkri, nema hvað heil ljósaborg er á hafinu þegar togararnir eru allir á svipuðum slóðum.

Ljósmynd/Ægir Óskar Gunnarsson
Ljósmynd/Ægir Óskar Gunnarsson

Akureyrartogarar og Suðurnesjaskip

„Hér eru Vestfjarðaskip, Akureyrartogarar og aðrir sem gerðir eru út frá Reykjavík og Suðurnesjum. Hingað stefna flestir og sækja í þorsk og ýsu. Það er fiskurinn sem markaðurinn kallar eftir og hér um borð er aflinn verkaður, frystur og settur í umbúðir. Þetta er mikil vinna og tarnirnar oft mjög hressilegar – þegar við fáum góð höl,“ segir Ægir.

Eins og á öðrum frystitogurum eru í hverjum túr alls 26 manns í áhöfn Hrafns Sveinbjarnarsonar. Nú standa vaktina Valur Gunnarsson skipstjóri og hans gengi, valinn maður í hverju rúmi. Í hinni áhöfninni er Kristján Ólafsson skipstjóri.

Ljósmynd/Ægir Óskar Gunnarsson
Unnið hörðum höndum um borð í desember.
Unnið hörðum höndum um borð í desember. Ljósmynd/Ægir Óskar Gunnarsson

Allir vinir og veiðin er góð

Skipstjórnarmenn og vélstjórar á togaranum standa tólf tíma vaktir, en lotur hásetanna eru átta klukkustundir. „Hver túr hjá okkur er yfirleitt fjórar vikur, en þessi verður reyndar aðeins skemmri,“ segir Ægir Óskar.

„Í byrjun mánaðarins var bræla á miðunum sem við biðum af okkur í landi. Fórum svo út 3. desember og þá strax hingað norður fyrir Vestfirði. Verðum hér sjálfsagt meðan gefur, en ætlunin er að koma í land 22. desember. Við svona rétt náum í skötuveisluna á Þorláksmessu og heim til fjölskyldunnar áður en hátíðin gengur í garð. Og það er fínt að vera á sjónum; því hér um borð er fínn mannskapur og mórallinn er góður. Allir vinir og veiðin er góð.“

Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson
Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson
Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson
Ljósmynd/Ægir Óskar Gunnarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.5.21 245,15 kr/kg
Þorskur, slægður 12.5.21 310,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.5.21 252,71 kr/kg
Ýsa, slægð 12.5.21 248,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.5.21 94,72 kr/kg
Ufsi, slægður 12.5.21 126,22 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.21 136,00 kr/kg
Gullkarfi 12.5.21 148,48 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.5.21 267,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.5.21 Garri BA-090 Handfæri
Ufsi 10 kg
Samtals 10 kg
12.5.21 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Þorskur 5.702 kg
Samtals 5.702 kg
12.5.21 Pálmi ÍS-024 Handfæri
Þorskur 186 kg
Samtals 186 kg
12.5.21 Svampur KÓ-007 Handfæri
Þorskur 337 kg
Ufsi 9 kg
Gullkarfi 2 kg
Samtals 348 kg
12.5.21 Núpur HF-056 Handfæri
Þorskur 412 kg
Gullkarfi 6 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 420 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.5.21 245,15 kr/kg
Þorskur, slægður 12.5.21 310,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.5.21 252,71 kr/kg
Ýsa, slægð 12.5.21 248,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.5.21 94,72 kr/kg
Ufsi, slægður 12.5.21 126,22 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.21 136,00 kr/kg
Gullkarfi 12.5.21 148,48 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.5.21 267,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.5.21 Garri BA-090 Handfæri
Ufsi 10 kg
Samtals 10 kg
12.5.21 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Þorskur 5.702 kg
Samtals 5.702 kg
12.5.21 Pálmi ÍS-024 Handfæri
Þorskur 186 kg
Samtals 186 kg
12.5.21 Svampur KÓ-007 Handfæri
Þorskur 337 kg
Ufsi 9 kg
Gullkarfi 2 kg
Samtals 348 kg
12.5.21 Núpur HF-056 Handfæri
Þorskur 412 kg
Gullkarfi 6 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 420 kg

Skoða allar landanir »