Fisk­vinnsla, tank­ar og tækninýj­ung­ar í Eyjum

Ísfélagið og Fiskiðjan voru lengi ein helstu kennileiti í Vestmannaeyjum. …
Ísfélagið og Fiskiðjan voru lengi ein helstu kennileiti í Vestmannaeyjum. Nú hafa Fiskiðjan og Vigtarhúsið fengið nýtt hlutverk og setja mikinn svip á hafnarsvæðið í bænum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Miklar framkvæmdir hafa verið hjá stóru sjávarútvegsfyrirtækjunum í Vestmannaeyjum, Ísfélaginu, Vinnslustöðinni og Leo Seafood, á síðustu árum og eru þau enn að.

„Í frystihúsinu byggðum við frystiklefa og flokkunarstöð á árunum 2015 og 2016. Í FES, bræðslunni okkar, byggðum við einn stóran hráefnistank 2013 og fjóra litla 2020,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins.

Stefán Friðriksson.
Stefán Friðriksson.

„Fram undan á þessu ári er að setja upp fjórðu pökkunarlínuna í uppsjávarvinnslunni og í febrúar tökum við á móti uppsjávarskipi sem við keyptum í Noregi í haust en það var smíðað 2003,“ segir Stefán. Leo Seafood hefur unnið að miklum endurbótum á húsi og tækjabúnaði í húsnæði sínu við Garðaveg og er það eitt tæknivæddasta frystihús landsins. En ekki er látið staðar numið þar. Byrjað er að grafa fyrir 4.000 fm húsi fyrir botni Friðar-hafnar.

„Þetta verður frystihús með frystiklefa sem eykur möguleika okkar í vinnslu á sjávaraf-urðum. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum eftir tvö ár en það ræðst auðvitað af ýmsum þáttum,“ segir Daði Pálsson, eigandi og stjórnarformaður Leo Seafood sem ekki er maður einhamur. „Ég hef komið að nokkrum byggingarverkefnum og er núna ásamt fleirum að undirbúa að byggja 20 íbúðir í fjölbýlishúsum við Sólhlíð,“ bætti hann við.

13 milljarða framkvæmdir

„Við höfum fjárfest fyrir 86 milljónir evra síðustu fimm ár, jafngildi 13,3 milljarða íslenskra króna. Þar af 69 milljónir evra í varanlegum rekstrarfjármunum, jafn-gildi 10,7 milljóna króna,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, en tekur fram að fjárfestingar rekstrarfjármuna 2020 hafi verið óverulegar. Meðal fjárfestinga nefnir hann kaupin á togaranum Breka sem smíðaður var í Kína.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

„Við höfum líka fjárfest í nýbyggingum. Má þar nefna uppsjávarfrystihús, frystiklefa, hrá-efnistanka, mjölgeymslu, flokkunarstöð og starfsmannaaðstöðu sem verður tekin í notk-un í ár. Það var kominn tími til að ráðast í uppbyggingu félagsins enda bæði skip og húsa-kostur orðinn gamall. En við eigum enn eftir að endurnýja botnfiskhlið félagsins. Það kemur vonandi á næstu árum,“ sagði Sigurgeir Brynjar einnig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »