Tíu þúsund lítrar af olíu um borð

Sjór komst inn í prammann, sem sökk að lokum.
Sjór komst inn í prammann, sem sökk að lokum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum í Reyðarfirði þegar fóðurprammi sem sér 16 fiskeldiskvíum fyrir fóðri sökk í vondu veðri í gær. Um tíu þúsund lítrar af díselolíu eru um borð í prammanum sem er nú á sjávarbotni. Engin svartolía er þó um borð.

Varðskip Landhelgisgæslunnar, Þór, er á vettvangi en viðbragð er að öðru leyti í höndum fyrirtækisins.

Í samtali við mbl.is segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, að ekki sé gert ráð fyrir að olía leki í miklum mæli í sjóinn en allur búnaður og girðingar séu þó til taks ef illa fer.

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Aftakaveður var á öllu Austurlandi í gær, kalt og mikill vindur. Vatn fór að leka inn á prammann á níunda tímanum en til allra heilla var varðskipið Þór í firðinum og kom á vettvang. Var það hins vegar mat viðbragðsaðila að ekkert væri hægt að gera að svo stöddu. Pramminn fylltist fljótt af sjó og sökk svo í nótt.

„Þetta var aftakaveður sem við sjáum bara á nokkurra ára fresti,“ segir Jens. Aðspurður segir hann að hugsanlegt sé að ís hafi farið að hlaðast utan á prammann og hann sokkið út af ofhleðslu. „En þetta á allt eftir að koma í ljós.“

Páll Geirdal, skipherra á varðskipinu Þór, segir í samtali við mbl.is að Landhelgisgæslan sé í viðbragðsstöðu en ekki sé hægt að bjarga prammanum fyrr en lægir. 

Nokkur olía hefur að hans sögð lekið úr prammanum í gegnum „öndunarop“ á olíutanknum, olíubrák er á vatninu og lyktin eftir því. Hann hefur þó ekki áhyggjur af meiri háttar leka. Leki olían verði hún þó fljót að berast á haf út enda díselolían létt og mikill vindur í þokkabót.

Pramminn í fyrra.
Pramminn í fyrra. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,91 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,13 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,35 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,91 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,13 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,35 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »