Tíu þúsund lítrar af olíu um borð

Sjór komst inn í prammann, sem sökk að lokum.
Sjór komst inn í prammann, sem sökk að lokum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum í Reyðarfirði þegar fóðurprammi sem sér 16 fiskeldiskvíum fyrir fóðri sökk í vondu veðri í gær. Um tíu þúsund lítrar af díselolíu eru um borð í prammanum sem er nú á sjávarbotni. Engin svartolía er þó um borð.

Varðskip Landhelgisgæslunnar, Þór, er á vettvangi en viðbragð er að öðru leyti í höndum fyrirtækisins.

Í samtali við mbl.is segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, að ekki sé gert ráð fyrir að olía leki í miklum mæli í sjóinn en allur búnaður og girðingar séu þó til taks ef illa fer.

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Aftakaveður var á öllu Austurlandi í gær, kalt og mikill vindur. Vatn fór að leka inn á prammann á níunda tímanum en til allra heilla var varðskipið Þór í firðinum og kom á vettvang. Var það hins vegar mat viðbragðsaðila að ekkert væri hægt að gera að svo stöddu. Pramminn fylltist fljótt af sjó og sökk svo í nótt.

„Þetta var aftakaveður sem við sjáum bara á nokkurra ára fresti,“ segir Jens. Aðspurður segir hann að hugsanlegt sé að ís hafi farið að hlaðast utan á prammann og hann sokkið út af ofhleðslu. „En þetta á allt eftir að koma í ljós.“

Páll Geirdal, skipherra á varðskipinu Þór, segir í samtali við mbl.is að Landhelgisgæslan sé í viðbragðsstöðu en ekki sé hægt að bjarga prammanum fyrr en lægir. 

Nokkur olía hefur að hans sögð lekið úr prammanum í gegnum „öndunarop“ á olíutanknum, olíubrák er á vatninu og lyktin eftir því. Hann hefur þó ekki áhyggjur af meiri háttar leka. Leki olían verði hún þó fljót að berast á haf út enda díselolían létt og mikill vindur í þokkabót.

Pramminn í fyrra.
Pramminn í fyrra. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.1.21 476,72 kr/kg
Þorskur, slægður 26.1.21 452,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.1.21 535,06 kr/kg
Ýsa, slægð 26.1.21 395,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.1.21 165,39 kr/kg
Ufsi, slægður 26.1.21 171,93 kr/kg
Djúpkarfi 19.1.21 125,00 kr/kg
Gullkarfi 26.1.21 195,20 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.1.21 175,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.1.21 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 60 kg
Steinbítur 33 kg
Gullkarfi 11 kg
Langa 10 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 118 kg
26.1.21 Áki Í Brekku SU-760 Línutrekt
Þorskur 3.692 kg
Ýsa 1.051 kg
Keila 280 kg
Steinbítur 154 kg
Langa 93 kg
Skata 26 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 5.312 kg
26.1.21 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 7.082 kg
Ýsa 1.605 kg
Keila 109 kg
Langa 83 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 7 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 8.924 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.1.21 476,72 kr/kg
Þorskur, slægður 26.1.21 452,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.1.21 535,06 kr/kg
Ýsa, slægð 26.1.21 395,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.1.21 165,39 kr/kg
Ufsi, slægður 26.1.21 171,93 kr/kg
Djúpkarfi 19.1.21 125,00 kr/kg
Gullkarfi 26.1.21 195,20 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.1.21 175,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.1.21 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 60 kg
Steinbítur 33 kg
Gullkarfi 11 kg
Langa 10 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 118 kg
26.1.21 Áki Í Brekku SU-760 Línutrekt
Þorskur 3.692 kg
Ýsa 1.051 kg
Keila 280 kg
Steinbítur 154 kg
Langa 93 kg
Skata 26 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 5.312 kg
26.1.21 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 7.082 kg
Ýsa 1.605 kg
Keila 109 kg
Langa 83 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 7 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 8.924 kg

Skoða allar landanir »