Ekkert banaslys á sjó í fjögur ár

Beitir NK-123.
Beitir NK-123. Ljósmynd/mbl.is

Skráð sjóatvik hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) voru samtals 93 á árinu 2020 og fækkaði frá árinu áður um 12% og er um 31% undir meðaltali áranna 2010–2019. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu RNSA fyrir sjóatvik . 

Slysum á fólki fjölgaði 

Langflest atvik voru í flokknum slys á fólki eða 58, það er fjölgun um eitt slys frá árinu 2019. Það er einnig yfir tíu ára meðaltali þar sem slys á fólki eru 53. Þá fjölgaði atvikum þar sem skip sukku eða hvolfdu, sem voru 7 atvik árið 2020. Árið 2019 sukku eða hvolfdu aðeins 2 skip og tíu ára meðaltali eru 4 skip.

Næst flest voru skráð atvik þar sem skip voru dregin til hafnar eða 18 talsins. Það er veruleg fækkun frá því árinu áður þegar þau voru 54 og langt undir tíu ára meðaltali sem stendur í 42.

Flest urðu skráð atvik á norðvestursvæði, frá Snæfellsnesi að Siglufirði, eða 43% atvika. 25% atvika gerðust á suðvestursvæði, frá Dyrhólaey að Snæfellsnesi og 21% þeirra á norðaustursvæði.   

Svæðisskipting skráðra atvika hjá RNSA.
Svæðisskipting skráðra atvika hjá RNSA. Skjáskot úr skýrslu RNSA


Engin banaslys

Engin banaslys urðu árið 2020 á íslenskum sjómönnum við Íslandsstrendur. Um er að ræða sjöunda árið í sögunni frá því að skráning á slysum hófst og fjórða árið í röð. Önnur ár sem ekkert banaslys á sjó urðu við Ísland eru: 2008, 2011, 2014, 2017, 2018 og 2019.

Sem fyrr segir eru slys á fólk algengustu skráðu atvikin hjá RNSA. Flest urðu þau á veiðum árið 2020 eða í 40 tilfellum, í 8 tilfellum urðu slys á fólki á siglingu og í 10 tilfellum þegar skip var í höfn.

Algengustu slysin á fólki er að verða á milli og klemmast (í 17 tilfellum), fallslys og beinbrot (í 14 tilfellum) og slys við vind og hífingar (í 11 tilfellum). 

Flest urðu slysin á hásetum eða í 62% skipta, þar á eftir netamönnum í 9% skipta, og matsveinum í 7% skipta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »