„Í raun ætti enginn að fara á grásleppuveiðar“

Grásleppu landað 2019. Aðsókn í veiðarnar í ár er talin …
Grásleppu landað 2019. Aðsókn í veiðarnar í ár er talin verða mikil þar sem grásleppusjómenn óttast að veiðireynslan verði lögð til grundvallar kvótasetningu. mbl.is/Sigurður Ægisson

Enn er ekki komið á hreint hvenær grásleppusjómenn geta hafið veiðar og eru margir þeirra orðnir óþreyjufullir enda hefur grásleppuvertíðin farið af stað um þessar mundir undanfarin ár. Morgunblaðinu er kunnugt um að sumir hafi jafnvel látið af öðrum störfum í sjávarútvegi og ráðið fólk í vinnu með væntingu um að veiðar hefjist á næstu dögum.

Í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns segir atvinnuráðuneytið að gert sé ráð fyrir að reglugerð um grásleppuveiðar ársins sé væntanleg í þessari viku, en ekki fæst upplýst hvenær megi vænta þess að grásleppusjómenn geti hafið veiðar.

Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sólrúnar ehf. á Árskógssandi í Eyjafirði, segir aðstæður nú slíkar að búast megi við mikilli sókn í grásleppuna á vertíðinni þrátt fyrir að aðstæður ættu að vera til þess fallnar að draga úr áhuga manna á veiðunum.

Pétur Sigurðsson.
Pétur Sigurðsson.

Vilja hefja veiðar seint

Landssamband smábátaeigenda (LS) leggur fyrir sitt leyti til að grásleppuvertíðin að þessu sinni hefjist óvenju seint, 3. apríl. Í rökstuðningi fyrir þessari afstöðu, sem birtur hefur verið á vef LS, vísar sambandið til þess að Hafrannsóknastofnun muni ekki tilkynna ráðgjöf sína fyrr en 31. mars sem gerir það erfitt að ákveða fjölda sóknardaga fyrir þann tíma.

Auk þess er bent á yfirlýsingu sem Vignir á Akranesi hefur sent frá sér, en fyrirtækið er stærsti kaupandi grásleppuhrogna. Þar kveðst fyrirtækið ekki taka við grásleppu frá og með 31. mars til og með 5. apríl.

Gríðarleg óánægja var með tilhögun veiðanna í fyrra en veðurfar varð til þess að sumir gátu veitt mikið en aðrir lítið sem ekkert á vertíðinni. Þessi staða var meðal þeirra röksemda sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lagði til grundvallar þegar hann ákvað að leggja fram að nýju frumvarp sitt um kvótasetningu veiðanna, en miklar deilur hafa verið um slíkar hugmyndir.

Virðist vera mikil gjá milli ráðherrans og formanns atvinnuveganefndar, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, í málinu og bendir flest, ef ekki allt, til þess að frumvarpið fái ekki þinglega meðferð áður en vertíðin hefst.

Slakar forsendur vertíðar

Þessi pattstaða í kvótasetningunni gerir það að verkum að staða grásleppuveiðanna sé mjög alvarleg, segir Pétur. Hann telur vertíðina hálfónýta vegna markaðsaðstæðna og bendir á að 2019 hafi fengist um 330 krónur á kíló og um 210 krónur í fyrra. Þá telur hann líklegt að verðið nú verði á bilinu 100 til 150 krónur á kíló.

Við markaðsaðstæðurnar bætast áform ráðherrans um að koma grásleppuveiðunum í kvóta. „Hann hefur mætt töluverðri andstöðu í því en ekki gefist upp. Margir hafa þá trú að þetta fari í kvóta,“ segir Pétur og útskýrir að þess vegna séu mjög margir nú að búa sig undir vertíð þrátt fyrir lágt verð þar sem margir óttist að veiðireynslan á þessu ári verði lögð til grundvallar kvótasetningu til framtíðar.

„Ásóknin sem er að fara af stað er margfalt meiri en hún væri annars. Við værum alveg á báðum áttum hvort við færum ef staðan væri ekki svona. Það er að segja að ef við færum ekki á grásleppu í ár fengum við ekki viðmið,“ útskýrir hann.

Grásleppunetin gerð klár.
Grásleppunetin gerð klár. mbl.is/ÞÖK

„Þegar hann (sjávarútvegsráðherra) setti fram kvótafrumvarpið fyrst var miðað við vertíðirnar 2012 til 2018. Þá var sagt að þetta yrði það viðmið sem yrði notað og að það myndi ekki breytast. Þetta var gert til þess að menn myndu ekki hópast af stað. Svo þegar frumvarpið kemur aftur núna í sumar er búið að færa þetta um eitt ár, frá 2013 til 2019. Þá sjá menn að veiðireynslan er fljótandi og á ferðinni.“

Pétur segir að undir venjulegum kringumstæðum myndu færri sækja í grásleppuveiðar þegar verð er óhagstætt og fleiri þegar verð er hagstætt. Staðan nú sé sú að margir muni stunda veiðarnar þrátt fyrir að hafa jafnvel lítið sem ekkert upp úr þeim. „Í raun ætti enginn að fara á grásleppuveiðar í ár,“ segir hann og hlær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.9.23 527,33 kr/kg
Þorskur, slægður 26.9.23 421,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.9.23 319,17 kr/kg
Ýsa, slægð 26.9.23 277,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.9.23 276,10 kr/kg
Ufsi, slægður 26.9.23 282,01 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 26.9.23 278,57 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.9.23 139,79 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 347 kg
Karfi 35 kg
Samtals 382 kg
26.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 195 kg
Keila 139 kg
Hlýri 137 kg
Karfi 37 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 23 kg
Ýsa 6 kg
Samtals 566 kg
26.9.23 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 1.825 kg
Ýsa 1.107 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 2.943 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.9.23 527,33 kr/kg
Þorskur, slægður 26.9.23 421,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.9.23 319,17 kr/kg
Ýsa, slægð 26.9.23 277,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.9.23 276,10 kr/kg
Ufsi, slægður 26.9.23 282,01 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 26.9.23 278,57 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.9.23 139,79 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 347 kg
Karfi 35 kg
Samtals 382 kg
26.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 195 kg
Keila 139 kg
Hlýri 137 kg
Karfi 37 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 23 kg
Ýsa 6 kg
Samtals 566 kg
26.9.23 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 1.825 kg
Ýsa 1.107 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 2.943 kg

Skoða allar landanir »